Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 140
140 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
Áhersla umhyggjusiðfræðinnar er því ekki á einstaklinginn sem slíkan, heldur
dregur hún fram hvernig siðaveran er fyrst fremst tengslavera og að hugmyndin
um hinn frjálsa, óháða einstakling (sem er þungamiðja klassískra frjálslyndis-
kenninga innan siðfræði og stjórnspeki) er mynd af manninum sem endurspeglar
raunveruleikann takmarkað. Manneskjur eru bundnar í líkama, tilfinningalega
háðar öðrum og aðrir háðir þeim. Sama hversu óháður við viljum ímynda okkur
að einstaklingurinn sé komumst við ekki hjá því að viðurkenna að við erum öll
háð öðrum á einhverjum tímum lífs okkar. Öll erum við það sem ungbörn og flest
einhvern tímann aftur á lífsleiðinni; þegar við verðum veik, slösumst eða verðum
fyrir miklum áföllum, og þau okkar sem komast á elliárin munu líklega þurfa á
umönnun að halda. Sum okkar eru háð umönnun alla ævi. Í þessu samhengi meg-
um við ekki gleyma að það er oftast og í flestum samfélögum á höndum kvenna
að sinna þessari umönnun.17
Einstaklingurinn er þannig skilyrtur, a.m.k. að hluta til, af þeim samböndum
sem hann á í. Það hver ég er ræðst að einhverjum hluta af því í hvaða samböndum
ég er. Þetta á við um fjölskyldu- og vinasambönd, en líka um vinnu, nám og hvað
við gerum í frístundum. Í stærra samhengi skilgreinum við okkur út frá ákveðn-
um hópum og samfélögum. Sjálfið er því ekki eitthvað sem við höfum frá byrjun
og þurfum að vernda, heldur nokkuð sem mótast og þróast í þeim samböndum
sem við eigum í og í lífsframvindu okkar. Eða eins og Benhabib orðar það: „sjálfið
er ekki hlutur […] heldur aðalsögupersóna í lífssögu“.18
Með þessari auknu áherslu á sjálf tengslin, ræktun þeirra og næmni fyrir því
hvers kyns þau eru, fæst aukið svigrúm fyrir ósamhverf (e. asymmetric) tengsl, þ.e.
tengsl fólks í ójöfnum aðstæðum.19 Módel réttlætiskenninganna gera yfirleitt ráð
fyrir samskiptum frjálsra og jafnra einstaklinga, þegar raunin er sú að við eigum
sjaldnast í þannig samskiptum. Samskipti fullorðinna og barna, kennara og nem-
enda, kvenna og karla, fatlaðra og ófatlaðra, og fólks af mismunandi kynþáttum
eru sjaldan, ef nokkurn tímann, sambönd fólks með sambærilegar eða jafnar for-
sendur. Ekki einu sinni holdgervingur hins frjálsa, óháða einstaklings, hvíti mið-
aldra karlmaðurinn, er undanskilinn þessu, þar eð hvaða tvö eintök af honum sem
vera skal munu t.a.m. hafa mismunandi lífssögu, menntun og menningararf.
Umhyggjan gerir ráð fyrir þessum mun og gerir kröfu á okkur um að vera næm
fyrir honum. Í þessu samhengi hefur Margaret Urban Walker bent á að stundum
komumst við ekki hjá því að líta á samskipti fólks sem samskipti jafningja, t.a.m.
þegar verið er að ákvarða hvernig stofnanir eigi að haga sínum málum. En á sama
tíma verður að gæta að því hversu ófullnægjandi slíkar alhæfingar geta verið og
hvernig þær eru oft nýttar til þess að halda „þeim sem eru ókunnugir ókunn-
17 Sbr. Kristín Björnsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir 2004.
18 Benhabib 1992: 162. Þetta er sagt með þeim fyrirvara að umræðan um sjálfið er ívið flóknari en
hægt væri að skýra í framhjáhlaupi. Dan Zahavi bendir t.a.m. á hvernig sjálfið er að einhverju
leyti það sem hann kallar lágmarkssjálf, þ.e. ákveðin formgerð upplifana sem liggur sögusjálfinu
til grundvallar, sjá t.d. Zahavi 2008. Í samhengi greinarinnar erum við að sjálfsögðu að tala um
hið flóknara sjálf sem birtist í samfélagi.
19 Sbr. umræðu Kittay 1999.
Hugur 2014-5.indd 140 19/01/2015 15:09:37