Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 172
172 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson
hinnar vestrænu sjálfsveru, annað fjallar um það hvernig hægt er að skilgreina
aðra sjálfsveru og þriðja tímabilið um það hvernig skilgreina eigi samband, heim-
speki, siðfræði, samband milli tveggja ólíkra sjálfsvera. Af þessari ástæðu heitir
síðasta bókin Verandi tvö (ít. Essere due, fr. Être deux), í heimspekilegum skilningi
og í skilningi þess að vera tvö, tveir hlutir.
Áður en ég svara spurningunum vil ég koma með athugasemd sem ætti að
gagnast ykkur og, að því ég tel, mörgum bandarískum lesendum og sérstaklega
femínískum lesendum, körlum sem konum, hvar sem er í heiminum. Ég tel að í
Bandaríkjunum séu bækur mínar aðallega lesnar í bókmenntafræðideildum. En
þetta eru heimspekilegar bækur og ég tel að um þær ríki þó nokkur misskilningur
þar sem kjarni röksemdafærslu minnar er heimspekilegur og bókmenntafræðingar
hafa ekki alltaf forsendur til að skilja þennan heimspekilega kjarna. Í ljósi þess vil
ég segja að spurningarnar sem þið leggið fyrir mig tengjast bókmenntafræðilegri
menntun ykkar. Þetta eru spurningar sem beinast aðeins að ákveðnum þáttum
verks míns.6 Mögulega finnst ykkur óþægilegt að ég nefni þetta en á sama tíma
tel ég það gagnlegt. Til að skerpa áreiðanleika höfundarverksins er nauðsynlegt
að vera á einu máli um hvað liggur að baki verkinu, eða öllu heldur að samþykkja
að ég tala sem kona en það sem konu hefur mest verið neitað um er að iðka heim-
speki. Það hefur alltaf verið samþykkt að konur geti búið til bókmenntir – alla
vega smávegis, ef þær hafa tíma. En heimspeki, í þeim tilgangi að skilgreina gildi,
var eingöngu ætluð körlum.
Ennfremur er það að búa til ósvikin óháð stjórnmál, ekki jafnréttispólitík held-
ur óháð stjórnmál, einnig þáttur sem mætt hefur mikilli mótstöðu. Það sem ég
hef gert nýlega í Skandinavíu og áður en ég fór frá Ítalíu er að útskýra nánar,
í fyrsta sinn, tengsl mín við Simone de Beauvoir, og benda á djúpstæðan mun
á höf undar verkum okkar. Þannig að ef þið hafið spurningar um það þá get ég
svarað þeim.
Sp. Við höfum komið á þeirri hefð7 að hefja hvert viðtal með þessari spurningu: Lít-
urðu á þig sem rithöfund?
Sv. Hvernig teljið þið að ég gæti svarað ykkur? Vinsamlega athugið að þið skrifið
„rithöfundur“ (fr. un écrivain) í karlkyni, en lítum framhjá því. Ég veit ekki hvort
þetta sé þýðingarvandi. Í fyrsta lagi, hvað er rithöfundur fyrir ykkur? Og í öðru
lagi, er það raunverulega mitt hlutverk að ákveða hvort ég sé rithöfundur eða
ekki? Ég er undrandi yfir því að einhver geti ákveðið fyrir sig sjálfa hvort hún sé
rithöfundur eða ekki.
6 Spurningarnar sem við lögðum fyrir Luce Irigaray vörðuðu þrjá mikilvæga þætti í útgefnum verk-
um hennar: sérstöðu starfs hennar sem rithöfundar, samband hennar við kenningar sálgreiningar
og vinnu hennar og tengsl við hefðir vestrænnar heimspeki. Því miður gerði tímaskortur það að
verkum að hún neyddist til að sleppa einmitt þeim spurningum sem vörðuðu þann þátt í verkum
hennar sem hún segir hér að skipti höfuðmáli, stöðu hennar og starf sem heimspekingur.
7 [Sama ár og þetta viðtal birtist í Hypatia birtist það í bókinni, Women Writing Cultures (1995) sem
Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson ritstýrðu og er hér líklega verið að vísa í þau viðtöl. Þó hófust
þau viðtöl sem þar birtust ekki öll á þessari spurningu. – Þýð.]
Hugur 2014-5.indd 172 19/01/2015 15:09:38