Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 63
Heimspekin og lífið 63
staklingar beita siðfræði í sínu eigin lífi á sitt eigið líf, til að móta skoðanir sínar
á tilteknum málum og grundvalla breytni sína og val. Stjórnvöld beita siðfræði
með almennri stefnumörkun og lagasetningu á margvíslegum sviðum. Á milli
þessa fellur glíma tiltekinna starfsstétta eða einstaklinga innan þeirra, svo sem
heilbrigðisstétta eða viðskiptalífsins, við vandamál sem tilheyra þessum stéttum.
Sú glíma getur síðan færst yfir bæði til einstaklinga og stjórnvalda. Stundum hafa
birtingarformin sama viðfangsefni. Tökum dæmi af fóstureyðingum. Bæði eru
þær viðfangsefni stjórnvalda, sem setja lög og reglur um málið, og persónulegt
viðfangsefni þeirra kvenna sem málið varðar og allra annarra sem að málinu koma.
Viðfangsefnin geta sem hægast verið tekin ólíkum tökum af stjórnvöldum, starfs-
stéttum og einstaklingum á margvíslegan hátt. Fólk getur farið á svig við lögin,
og lögin sjálf leyft ólíkar ákvarðanir. Í öllum tilfellum gæti málefnið fallið undir
hagnýtta siðfræði og hefur reyndar gert það frá upphafi greinarinnar. Þó mætti
halda því fram að áherslan hafi verið á opinbera stefnumörkun, lagasetningu og
siðareglur starfsstétta (og siðfræði rannsókna), enda ætti hið opinbera umhverfi
að tjá þá möguleika sem samfélagið samþykkti.
Víkjum aftur að greinarmuni siðfræði og hagnýttrar siðfræði. Ég gaf í skyn
að munurinn fælist í því að hagnýtt siðfræði væri ekki almenn á sama hátt og
(normatíf ) siðfræði, heldur fengist hún alltaf við afmörkuð málefni, þó svo hún
beiti iðulega og fáist við sömu siðferðilegu hugtökin. En ef það er raunverulegt
einkenni siðfræði að hún er almenn kenning af einhverju tagi, og ef henni verður
ekki umbúðalaust beitt á tiltekin mál (heldur þurfi ýmislegt fleira að koma til,
sem hagnýtt siðfræði tínir til), vaknar sá grunur að hún sé á vissan hátt einangruð
frá lífinu og hagnýttri siðfræði sé ætlað að tengja hana lífinu aftur. Í stuttu máli
virðist viðurkennt að það sé – eða hafi verið – gjá á milli lífs og heimspekilegrar
siðfræði, sem hagnýttri siðfræði sé ætlað að brúa að einhverju leyti.
Líklega hefur það verið vitað lengi að öll heimspeki, og þar með talin heim-
spekileg siðfræði, sé einangruð frá lífinu, svipað og margar aðrar akademískar
fræðigreinar eru einangraðar frá lífinu. Stundum er vitnað til orða Wittgensteins
með velþóknun: „Hún [heimspekin] skilur allt eftir eins og það var.“6 Hægt væri
að tilfæra orð Marx: „Heimspekingarnir hafa aðeins skýrt heiminn á ýmsa vegu.
Það sem máli skiptir, er að breyta honum.“7 Hvað um það: Heimspekin er líklega
einangruð frá lífinu, og það sem verra er: siðfræðin líka. Ein ástæðan er sú að
siðfræði er almenn kenning.
Mér sýnist þá að með tilkomu hagnýttrar siðfræði upp úr 1970 hafi verið viður-
kennd gjá milli lífs og siðfræði, og sé greininni ætlað að brúa þessa gjá. Hún er
því að þessu leyti hliðstæða sjálfshjálparbóka handa einstaklingum. Hún býður
sjálfshjálp handa starfsstéttum og samfélögum, alla vega við helstu deilumálum.
Ég gæti nefnt dæmi: Manni dettur strax í hug einn frægasti heimspekingur
6 Wittgenstein 2001: §124: „Sie [die Philosophie] lässt alles wie es ist.“ Hann talar hér um tungu-
málið, og því glímuna við veruleikann.
7 Marx 1968: 328, „Greinar um Feuerbach“, 11. grein: „Die Philosophen haben die Welt nur ver-
schieden interpretiert, es kommt aber darauf an, sie zu verändern.“ Að líkindum þýðir þetta
einungis það að heimspekingar eigi að hætta að vera heimspekingar, leggja heimspeki niður, fara
út á torg og breyta heiminum.
Hugur 2014-5.indd 63 19/01/2015 15:09:33