Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 38
38 Jón Bragi Pálsson
keflinu af leiðbeinanda sínum A. D. Lindsay sem leiðbeinandi og háskólakennari
í heimspeki við Balliol College. Hann gegndi þeirri stöðu í sex ár eða til ársins
1928 þegar honum var boðið að gerast heimspekiprófessor („Grote professor of
mind and logic“) við Lundúnaháskóla. Hann tók við stöðunni og starfaði við
Lundúnaháskóla allt til ársins 1944 þegar hann fór aftur til Skotlands og gegndi
stöðu prófessors í siðfræði við Edinborgarháskóla þar til hann fór á eftirlaun árið
1958.60
Eftir að hann var kominn á eftirlaun gerðist hann meðlimur í kristnum trúar-
söfnuði kvekara og fluttist til bæjarins Jordans í Englandi sem er einskonar
höfuðstaður safnaðarins. Þetta var í fyrsta skiptið sem Macmurray gekk inn í
formlegan trúarsöfnuð frá því að hann sagði skilið við presbyteríanismann 19 ára
gamall. Í Jordans lifðu þau Betty friðsælu lífi í 12 ár en sneru svo aftur til Skot-
lands árið 1970 þar sem þau bjuggu þar til Macmurray lést árið 1976 og Betty sex
árum seinna.61
Eftir Macmurray liggur fjöldi bóka og fyrirlestra en alls hafa verið gefnar út
15 bækur eftir hann. Merkustu rit hans eru fyrrnefndir Gifford-fyrirlestrar sem
komu út í tveimur bókum, The Self as Agent (1957) og Persons in Relation (1961) og
hafa þeir verið gefnir út með reglulegu millibili. Auk þeirra má nefna bækurnar
Interpreting the Universe (1933) sem á sjötta áratugnum var kennd í inngangskúrs-
um í heimspeki í Bretlandi, Reason and Emotion (1935; endurpr. mörgum sinnum),
Boundaries of Science: A Study in the Philosophy of Psychology (1939) og Freedom in
the Modern World (1932) sem inniheldur efni hinna vinsælu útvarpserinda hans og
var jafnframt hans fyrsta bók.62
Heimildir
Costello, John E. 2002. John Macmurray: A Biography. Edinborg: Floris Books.
Crewdson, Joan. 2002. Life: John Macmurray: A Biography, by John E. Costello. Vef-
slóð: http://johnmacmurray.org/life/ [Sótt 9. september 2013.]
Duncan, A. R. C. 1996. Introduction. Interpreting the Universe (bls. vii–xiv). New
York: Humanity Books.
Gee, Paul. 2006. „A beginner’s guide to Macmurray in a philosophical context.“
Vefslóð: http://johnmacmurray.org/further-reading/a-beginners-guide-to-macm-
urray-in-a-philosophical-context/ [Sótt 9. september 2013.]
Hancock, Brannon. (Án ártals.) John Macmurray: Biography. Vefslóð: http://www.
giffordlectures.org/Author.asp?AuthorID=116 [Sótt 9. september 2013.]
Macmurray, John. 1996. Interpreting the Universe. New York: Humanity Books.
Macmurray, John. 1970. Persons in Relation. London: Faber and Faber.
Macmurray, John. 1969. The Self as Agent. London: Faber and Faber.
Macmurray, John. 1950. Conditions of Freedom. London: Faber and Faber.
60 Hancock (ártal vantar).
61 Costello 2002: 340–365, 398–400.
62 Crewdson 2002, Duncan 1996: vii.
Hugur 2014-5.indd 38 19/01/2015 15:09:31