Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 111
„Nýmenni“ eða mörk mennskunnar 111
leit þeirra og svör sýna að við þessum spurningum eru engin einföld svör. Þvert á
móti er sjálf glíman við þessar spurningar órjúfanlegur hluti af mannlegu lífi eða
sjálfur grunnur þess. Hún felur í sér viðurkenningu á því að manneskjan er ofin
úr fjölmörgum ólíkum þáttum, hún er breysk, gerir mistök og er ófullkomin en
hefur líka möguleika á að stefna að fullkomnun og æðri gildum.
Niðurlag
Í þessari grein hefur verið gerð grein fyrir þeim siðferðilegu álitaefnum sem vakna
með nýjum möguleikum á heila- og taugaeflingu heilbrigðra. Ýmislegt bendir til
þess að meðal almennings sé mikill áhugi á að prófa margvíslega tækni sem hefur
áhrif á skynjun og aðra heilastarfsemi. Líkt og í tilfelli annarra tækniframfara er
ólíklegt að hægt verði að stöðva þessa þróun heldur má gera ráð fyrir að auknir
möguleikar skapist bæði fyrir heilbrigða einstaklinga og sjúklinga.
Í stað þess að fordæma þessa tækni ættum við að taka áskoruninni sem hún
býður heim og horfast í augu við tilveru okkar og spyrja áleitinna spurninga um
gildismat okkar og það samfélag sem við höfum skapað. Eins og rætt hefur verið
í þessari grein geta hugmyndir um heila- og taugaeflingu verið okkur hvatning
til að spyrja grundvallarspurninga um gildismat, markmið tækninnar og hvaða
skilning við leggjum í eftirsóknarvert líf. Umræðan um heila- og taugaeflingu er
líka enn ein staðfesting á því að tæknin leysir ekki upp siðferðilegar grundvallar-
spurningar um tilveru okkar heldur virðast þær enn meira aðkallandi og knýja á
með enn meiri þunga eftir því sem við fjarlægjumst þær meir.32
Heimildir
Agar, Nicholas. 2014. Truly Human Enhancement. A Philosophical Defense of Limits.
Cambridge, MA: MIT Press.
Ástríður Stefánsdóttir. 2009. Fósturgreiningar. Hugur 21, 30–51.
Birnbacher, Dieter. 2009. Posthumanity, Transhumanity and Human Nature. Medical
Enhancement and Posthumanity (bls. 95–106). Ritstj. Bert Gordijn og Ruth Chad-
wick. Dordrecht: Springer.
Blackford, Russell. 2014. Humanity Enhanced. Genetic Choice and the Challenge for
Liberal Democracies. Cambridge, MA: MIT Press.
Buchanan, Allen og David R. Crawford. 2014. Cognitive Enhancement. Ethics in
Practice. An Anthology (bls. 283–290). Ritstj. Hugh Lafollette. Oxford: Wiley-
Blackwell.
Chadwick, Ruth. 2009. Therapy, Enhancement and Improvement. Medical Enhance-
ment and Posthumanity (bls. 25–37). Ritstj. Bert Gordijn og Ruth Chadwick. Dor-
drecht: Springer.
Conrad, Peter. 2007. The Medicalization of Society. Baltimore: Johns Hopkins Univer-
sity Press.
32 Greinin byggir á fyrirlestri sem haldinn var á Hugvísindaþingi 15. mars 2014. Ég þakka Páli
Skúlasyni, Vilhjálmi Árnasyni, ritrýni og ritstjóra Hugar fyrir afar gagnlegar ábendingar við
samningu þessarar greinar.
Hugur 2014-5.indd 111 19/01/2015 15:09:35