Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 204
204 Martin Heidegger
„fyrirbærafræðinnar“, það er allt frá útgáfu Rökfræðilegra rannsókna. Það var látið
ósagt og verður varla rétt lýst fram á þennan dag. Stefnumótandi yfirlýsingar og
aðferðafræðilegar skýringar Husserls sjálfs ólu frekar á þeim misskilningi að með
„fyrirbærafræðinni“ væri gert tilkall til nýs upphafs heimspekinnar sem afneitaði
allri eldri hugsun.
Jafnvel eftir að Hugmyndir að hreinni fyrirbærafræði voru gefnar út var ég enn
hnepptur í þau kirfilegu álög sem Rökfræðilegar rannsóknir lögðu á mig. Þau álög
ollu mér á ný óróleika sem átti sér óljósar orsakir, þótt sá grunur læddist að manni
að óróinn stafaði af vangetunni til að ná tökum á þeim hugsunarhætti sem kallast
„fyrirbærafræði“ með því einu að lesa heimspekileg verk.
Seint og um síðir dvínaði þetta úrræðaleysi, með erfiðismunum hvarf ringul-
reiðin, en aðeins eftir að ég fékk að hitta Husserl í eigin persónu á vinnustofu
hans.
Husserl kom til Freiburgar árið 1916 sem eftirmaður Heinrichs Rickert, er hafði
tekið við stöðu Windelbands í Heidelberg. Kennsla Husserls fór þannig fram að
þjálfað var skref fyrir skref að „sjá“ fyrirbærafræðilega, sem krafðist þess í senn
að maður forðaðist óprófaða beitingu á heimspekilegri þekkingu en einnig þess
að líta fram hjá kennivaldi hinna miklu hugsuða. En eftir því sem mér varð hin
fyrir bærafræðilega sjón tamari og ljóst varð hvað hún gat borið mikinn ávöxt við
túlkun á Aristótelesi, þeim mun erfiðara þótti mér að slíta mig frá honum og
öðrum grískum hugsuðum. Aftur á móti gat ég ekki strax séð hvaða afgerandi
afleiðingar endurnýjaður áhugi minn á Aristótelesi myndi hafa.
Á meðan ég – við nám og kennslu í návist Husserls – hóf sjálfur að iðka fyrir-
bærafræðilega sjón upp úr 1919 og lét jafnframt reyna á breyttan skilning á Arist-
ótelesi í málstofu, hneigðist áhugi minn aftur að Rökfræðilegum rannsóknum,
aðallega sjöttu rannsókninni í fyrri útgáfunni. Aðgreiningin milli skynrænnar og
kvíakenndrar (þ. kategorial) skoðunar, sem þar er unnið með, blasti við mér og
gagnsemi hennar við ákvörðun hinnar „margháttuðu merkingar þess að vera“.
Þess vegna báðum við – vinir og nemendur – meistarann síendurtekið um að
endurprenta sjöttu rannsóknina sem þá var erfitt að komast yfir. Af trúnaði við
málstað fyrirbærafræðinnar gaf Niemeyer-forlagið síðasta hlutann í Rökfræðileg-
um rannsóknum aftur út árið 1922. Husserl segir í formálanum: „Eins og málin
standa varð ég að láta undan þrýstingi vina þessa verks og ákvað að gera lokakafl-
ann aðgengilegan á ný í sinni gömlu mynd.“ Með orðalaginu „vinir þessa verks“
vildi Husserl jafnframt segja að eftir útgáfu Hugmyndanna gæti hann sjálfur ekki
lengur tekið Rökfræðilegar rannsóknir í sátt. Af ástríðu og áreynslu beindist hugs-
un hans nú, sem aldrei fyrr, að nýju sviði í akademísku starfi, að því að útfæra þá
fyrirætlun sem kynnt er til sögunnar í Hugmyndunum með kerfisbundnum hætti.
Því gat Husserl skrifað í áðurnefndum formála að sjöttu rannsókninni: „Kennara-
starf mitt í Freiburg beindi áhuga mínum enn frekar að almennum meginvanda-
málum og kerfinu sem slíku.“
Þótt Husserl væri í raun ósammála mér fylgdist hann af veglyndi með því
hvernig ég glímdi vikulega við Rökfræðilegar rannsóknir í sérstökum vinnuhópum,
Hugur 2014-5.indd 204 19/01/2015 15:09:40