Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 179
„Ég – Luce Irigaray“ 179
þannig, því það er mjög flókið. Ég sjálf get ekki, upp á eigin spýtur, staðfest mína
eigin reynslu, þar sem þetta er eitthvað sem þegar er orðið, gegnum samtal og svo
framvegis. Ég get ekki staðfest að þetta sé alltaf sú reynsla sem sjálfkrafa tilheyri
konunni. Það verður að vera að vera díalektík milli huglægni og hlutlægni.
Sp. Tilraunir þínar á sviði málvísinda benda til þess að öfugt við ákveðnar fastmót-
aðar skoðanir, eigi konur það til að tala af meiri hlutlægni en karlar, „ég“ þeirra víkur
oftar undan viðmælandanum eða umfjöllunarefninu. En eins og þú bendir einnig á í
Siðfræði kynjamismunarins sem og annars staðar, þá eru það karlar en ekki konur sem
enn ráða yfir mælskulist hlutleysisins þvert á fræðasvið og í almennu lífi – mælskulist
sem virkar stundum með því að flytja „ég-ið“ á þriðju persónu eða yfir í ópersónulega
byggingu eins og „það er“ (fr. il y a). Hvernig geta femínistar opinberað huglægni
slíkrar orðræðu á áhrifameiri hátt?
Sv. Ég myndi segja að þeir ættu að gera það af nákvæmni, og ég legg til sem dæmi
„Möguleika til lífs“, þar sem þið vitnuðuð í það. Það er að greina af nákvæmni
karllæga orðræðu og að hluta í sundur kerfi karllægrar orðræðu. Ég tel að það eitt
að leggja stund á ritdeilur muni eingöngu breikka bilið og fjölga hindrunum. Ég
vil einnig segja að það er mikilvægt að rugla ekki þriðju persónu „hann“ (fr. il)
við „það er“ (fr. il y a). Það er munur þar á. Til dæmis er il y a hjá Heidegger alls
ekki il. En alla vega, til að svara spurningunni „Hvernig geta þeir [femínistarnir]
upplýst á áhrifameiri hátt huglægni slíkrar karllægni?“ Ég myndi segja: með
nákvæmri greiningu á karllægri orðræðu og með því að teikna upp niðurstöðu
þeirrar greiningar. Ef frelsun konunnar felst í því að verða sjálflægur karl, þá væri
betra ef hún væri áfram þar sem hún er. [Hlær.] Því er enn nauðsynlegra að vera
vakandi því meðal mismunar-femínista eru einnig tveir flokkar. [Hlær.] Það er
ítalskur og jafnvel einnig bandarískur hópur, ég er ekki viss, sem segir: „Við erum
konurnar sem erum öðruvísi. Sem erum öðruvísi en þið,“ og sem segja í sínum
hópi: „Við erum öðruvísi.“ Þarna er skortur á díalektík, auðmýkt, tilfinningu fyrir
mannkynssögunni. Það sem vekur sérstaklega áhuga minn er raunar að breyta
sambandi mismunarins milli kynjanna (fr. genres). Ég vil segja ykkur hvers vegna
ég er ekki viss um að þið hafið fyllilega skilið mismunar-femínismann. Það er
vegna spurninganna sem þið spyrjið mig á eftir, til dæmis, um samkynhneigða. Ef
þið skilduð mismunar-femínisma mynduð þið ekki spyrja þess konar spurninga.
[Sjá samtal hér fyrir neðan.]
Sp. Í Bandaríkjunum er höfundarverk þitt stundum misskilið sem hómófóbískt,
ákveðnir höfundar hafa stundum álitið það vera hómófóbískt. Það er það sem hafði
áhrif á seinni spurninguna.
Sv. Ég tel þetta ekki réttmætt því ég trúi því að Speculum hafi verið skilið einfaldlega
sem samkynhneigt (fr. homophile) verk, að hluta til vegna þýðingarmistaka. Þegar
síðar kom í ljós að það var ekki eingöngu jákvætt gagnvart samkynhneigð, þá var
ég sögð hómófóbísk, því að fólk vissi ekki hvernig það átti að hugsa mismuninn
á réttmætan hátt. Sem þýðir að annað hvort er maður með eða á móti samkyn-
hneigð! Ég var á málstofu í Toronto þar sem í næsta sal var Bandaríkjamaður,
Hugur 2014-5.indd 179 19/01/2015 15:09:38