Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 79

Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 79
 Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 79 konunnar sé. Beauvoir tekur því móðurhlutverkið til róttækrar endurskoðunar.27 Að mati hennar er ekki gert ráð fyrir því í samfélaginu að konan hafi val um það að verða móðir. Hún hafi ekki það frelsi, þar sem hlutverk hennar innan feðra- veldis ins sé í raun ekkert annað en móðurhlutverkið. Samkvæmt Beauvoir hafa karlar gert konuna að því sem hún er. Með tungutaki tilvistarheimspekinnar þýðir það að karlmaðurinn geri sjálfan sig að mælikvarða alls. Hann skilgreinir sjálfan sig og kyn sitt sem hið eiginlega og algilda. Karlinn er gerandinn en konan í hlutverki hins kynsins, þolandans. Hún verður að beygja sig undir mælikvarða karlsins og skilgreiningu hans til að vera eða verða kona. Hún er einungis til í þeim tengslum sem hún á í við karlinn. Þannig gengst konan við kvenleika sínum í hugmyndaheimi karlaveldisins með því að laga sig að hlutverki sínu en í því verður hún sjálfkrafa þolandi. Í þeim hugmyndaheimi lendir kven- leikinn í hreinni andstöðu við raunverulega ósk kvenna um að vera sjálfráða ein- staklingar og persónur sem móta eigið líf.28 Hér takast á tvenns konar viðhorf til veruleikans að mati Beauvoir, annars vegar hugmyndaheimur feðraveldisins sem krefst stöðugleika og hins vegar tilvistarheimspekinnar sem túlkar veruleikann og sjálf mannsins sem óorðið og verðandi. Hugmyndaheimur feðraveldisins er þannig andstæða veruleikasýnar tilvistarheimspekinnar. Í því ljósi setur Simone de Beauvoir fram femínisma sem byggir á gagnkvæmri virðingu og viðurkenningu kynjanna. 1.3. Tilvistarheimspekin og sjálfræðið sem forsendur greiningar Beauvoir Tilvistarstefnu Simone de Beauvoir og Jean-Paul Sartre má meta sem röklegt framhald þeirrar einstaklingshyggju sem kemur fram í kjölfar upplýsingarstefn- unnar. Innan hennar er sjálfræði einstaklingsins sett yfir hefðar- og heildarhyggju ráðandi afla í samfélaginu. Meginmarkið upplýsingarsinna var að leysa menn úr viðjum þess ósjálfstæðis sem þeim væri tamt eða þeir ættu sjálfir sök á og gera þeim þar með mögulegt að losna undan framandi handleiðslu.29 Sömuleiðis má rekja tilvistarstefnuna til þeirrar frjálslyndisstefnu sem m.a. John Stuart Mill (1806–1873) er verðugur fulltrúi fyrir. Í riti sínu um Kúgun kvenna dregur Mill fram áhrif frjálslyndisstefnunnar á samfélagið og mótun þess fyrir einstakling- inn. Þar skrifar hann: „[S]taða mannsins í lífinu er eigi komin undir fæðingu hans, […] enginn er bundinn við hina upphaflegu stöðu sína í mannfélaginu með óleysanlegu bandi, en […] hann á kost á að nota hæfileika sína og sérhvert hent- ugt tækifæri sem hann fær til þess að laga lífskjör sín eftir því sem honum finnst 27 Beauvoir 2012a: 612–667. 28 Beauvoir 2012a: 16–17, 25, Schwarzer 2007: 161. 29 Með þekktari fulltrúum upplýsingarstefnunnar er án efa Immanuel Kant (1724–1804) en hann ritar þessi frægu orð: „Leti og ragmennska eru orsakir þess að svo stór hluti mannkyns er enn fús til að ala allan sinn aldur í ósjálfræði, þrátt fyrir að náttúran hafi fyrir löngu leyst mennina undan framandi handleiðslu (naturaliter majorennes). Jafnframt eru þetta orsakir þess hve öðrum reynist hægt um vik að gerast forráðamenn meðbræðra sinna. Það er svo þægilegt að vera ósjálfráða. Ef ég á bók sem hefur vit fyrir mér, sálusorgara sem tekur á sig samviskukvalir mínar, lækni sem ákveður mataræði mitt o.s.frv., þá þarf ég vitanlega ekkert að leggja mig fram sjálfur. Ég þarf ekki að hugsa, ef ég get aðeins borgað“ (Kant 1993: 379). Hugur 2014-5.indd 79 19/01/2015 15:09:33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.