Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 240
240 Arnar Pálsson
Hugmyndin um stofna er grunnur þróunarkenningarinnar. Þegar litið er á líf-
verur sem stofna, samsetta af einstaklingum með ólíka eiginleika og gen, fylgja
lögmál þróunar í kjölfarið. Í stofnum koma fram breytingar, sumar slæmar, sumar
hlutlausar en einhverjar góðar. Hver afdrif stökkbreytinganna verða veltur á til-
viljun, umhverfi, samspili og auðvitað áhrifum þeirra. Monod sleppir aftur á móti
alfarið hugmyndinni um stofna. Hann leggur samt mikla og réttmæta áherslu á
hlutverk tilviljunar í sögu lífsins, og þá sérstaklega á uppruna stökkbreytinga. En
þróunarfræði nútímans sýnir líka að tilviljun hefur veigamikil áhrif á framvindu
þróunar innan stofna og milli hópa lífvera.
Tökum sem dæmi nýja stökkbreytingu sem hefur jákvæð áhrif á hæfni lífver-
unnar. Slík breyting getur hæglega glatast, því hún verður bara á einum litn-
ingi í einni kynfrumu. Jafnvel þótt kynfruman nái að sameinast annarri frumu
eru helmingslíkur á að hún tapist í næstu kynslóð. Því er töluverð óvissa um
örlög hverrar stökkbreytingar. Hins vegar sýna líkön að náttúrulegt val mun auka
tíðni jákvæðra stökkbreytinga í stofni. Að meðaltali festast mun fleiri jákvæð-
ar breytingar í stofni en neikvæðar. En hvaða jákvæða breyting er valin er háð
umtalsverðri óvissu. Þessu má líkja við æfingabúðir fótboltafélagsins Barcelona.
Hundruð drengja taka þátt og það getur verið tilviljun háð hverjir veljast úr til að
spila með unglingaliðinu og síðar aðalliðinu. Því betri sem einstakur liðsmaður
er því meiri líkur eru á að hann komist í aðalliðið. En ef allir eru jafngóðir, ræður
tilviljun því hverjir ganga inn á Nývang.
Þróunarkenningin var næstum fullmótuð þegar sameindalíffræðin fæðist um
miðbik síðustu aldar. Samþætting lögmála erfða og hugmynda Darwins lagði
grunn að stofnerfðafræðinni, sem útskýrir hvernig breytingar geta orðið á stofn-
um og þar með tegundum. Stofnerfðafræðin og framfarir í steingervingafræði og
öðrum greinum lögðu grunn að nýju sameinuðu þróunarkenningunni. En sam-
eindalíffræði átti eftir að opna ný svið í þróunarfræði, skömmu eftir fráfall Mo-
nods 1976. Um er að ræða hlutlausa þróun, þ.e. að mikill hluti breytileika í stofni
lífvera er hlutlaus. Hlutleysi er skilgreint með tilliti til hæfni lífveranna. Sumar
stökkbreytingar eru jákvæðar, aðrar neikvæðar og síðan eru ýmsar hlutlausar og
hafa þá engin áhrif á einstaklinga í baráttunni fyrir lífinu. Hlutlausar breytingar
geta því verið algengar í stofnum og jafnvel orðið allsráðandi. Hugmyndin var sett
fram af Jack King (1934–1983) og Motoo Kimura (1924–1994) sitt í hvoru lagi.17
Hlutleysi kom skýrt fram fyrir um 30 árum þegar fyrst var skyggnst í breytileika
í genunum sjálfum18 og í ljós kom að hann var heilmikill milli einstaklinga innan
sömu tegundar. Hlutleysi útskýrir m.a. af hverju finna má í erfðamengi mann-
kyns milljónir stökkbreytinga, sem fæstar hafa áhrif á útlit, hegðun eða hæfni
einstaklinga í lífsbaráttunni.
Hefði heimspeki Monods orðið öðruvísi ef hann hefði kynnst hlutleysiskenn-
ingunni og skilið stofnahugtakið? Hvernig hefði hann tekist á við þá staðreynd að
þróun verður vegna samspils gena og umhverfis og að engin ein arfgerð er hæfust
við allar aðstæður? Umhverfið er síbreytilegt og því ófyrirsjáanlegt hvaða arfgerð
17 Einar Árnason (2010) fjallar vel um þetta efni.
18 Kreitman 1983.
Hugur 2014-5.indd 240 19/01/2015 15:09:41