Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 80

Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 80
80 Sigurjón Árni Eyjólfsson æskilegt.“30 Einstaklingurinn, sjálfræði hans og möguleikar á að móta og bera ábyrgð á eigin lífi eru hér sett í öndvegi. Vel má skoða kvennahreyfinguna og þá jafnréttisbaráttu sem hún hóf fyrir um tveimur öldum síðan sem skilgetið afkvæmi upplýsingarinnar, frjálslyndisstefn- unnar og þeirrar áherslu á mannréttindi er þær leiddu til. Tilvistarheimspekin yfirtekur þær en setur einstaklingshyggjuna í annað samhengi. Hún greinir sig hér frá sýn miðalda á manninn sem ferðalang (lat. homo viator) eða sem pílagrím á jörðu,31 en samtímis greinir hún sig einnig frá sýn hins tæknivædda nútíma á manninn sem verkmann (lat. homo faber) „sem mótar jafnt umhverfi sitt og gerir tilraunir með það“.32 Beauvoir er meðvituð um þessa arfleifð og með hvaða hætti tilvistarstefnan greinir sig frá henni. Að hennar mati tekur tilvistarstefnan með í reikninginn, líkt og trúin, illskuna og þverstæður tilverunnar þegar veruleiki mannsins er til umfjöllunar.33 Hún gengur út frá stöðu einstaklingsins í sam- tímanum, þar sem honum er varpað inn í þverstæðufullan og firrtan veruleika sem hann er sjálfur hluti af. Við þessu umkomuleysi og tilvistarvanda eigi hvorki stjórnmálalegt né trúarlegt kennivald svar, hvað þá sú vísinda- og tæknihyggja sem gegnsýri vestrænt samfélag. Engin stofnun geti leyst einstaklinginn undan ábyrgðinni á eigin tilvist og því verkefni að gefa lífi sínu merkingu. Tilvistarheimspekin tekur hér illskuna og þverstæður tilverunnar alvarlega. Hún viðurkennir að þessari viðleitni til sjálfræðis fylgi hætta á mistökum, röng- um ákvörðunum og erfiðleikum. Sá kross fylgi tilvist mannsins. Því eru ekki til einfaldar lausnir eða auðveldar uppskriftir fyrir því hvernig menn geti náð tökum á lífi eða tilvist sinni. Jafnréttisbaráttan gerir því lífið ekki einfaldara fyrir ein- staklinginn, enda kostar sjálfræðið átök og krefst ábyrgðar. Beauvoir tekur hér alvarlega ábendingu Nietzsches um að ekki séu til einhver yfirhugtök eða almenn gildi sem allir hljóti að lúta.34 Einstaklingnum megi því ekki skipta út eða láta hann víkja fyrir meintri velferð heildarinnar. Um það segir Beauvoir: „Við aftur á móti ályktum að ekki er til nein önnur almannaheill en sú sem tryggir velferð borgaranna. Við metum stofnanir út frá þeim raunverulegu tækifærum sem einstaklingnum eru gefin.“35 Hjá henni víkur vægi einstaklingsins 30 Mill 2003: 100. 31 Í sálmi Matthíasar Jochumssonar (1835–1920), „Fögur er foldin“, er unnið með þennan mann- skilning, en þar segir m.a.: „Fögur er foldin, / heiður er Guðs himinn, / indæl pílagríms ævigöng. / Fram, fram um víða / veröld og gistum / í Paradís með sigursöng. / Kynslóðir koma, / kynslóðir fara, / allar sömu ævigöng.“ Sálmabók íslensku kirkjunnar 1997, nr. 96. 32 Schönherr-Mann 2007: 187. 33 Simone de Beauvoir telur að einmitt þessi þáttur skýri hvers vegna svo margir hafni tilvistar- heimspekinni: „Menn vilja ekki láta ögra sér. En einmitt vegna mannlegra hætta, raunverulegra mistaka og bölvunar á jörðu, fá orð eins og sigur, viska og gleði merkingu. Því ekkert er fyrirfram gefið. Vegna þess að maðurinn getur tapað einhverju getur hann líka unnið“ (Beauvoir 1983b: 99; vitnað eftir Schönherr-Mann 2007: 167). Segja má að bók Beauvoir Allir menn eru dauðlegir (1983a) fjalli einmitt um þennan þátt mannlegrar tilveru. 34 Beauvoir 2012a: 200, 799, 878. 35 Beauvoir 2012a: 25. Í íslenskri þýðingu Torfa H. Tulinius er þessi spenna milli tilvistarheim- spekinga og hefðarhyggjunnar sett fram í eintölu en í þeirri þýsku í fleirtölu og skilin eru þar greinilegri: „Hvað mig varðar, tel ég að almannaheill sé ekki tryggð nema að heill einstaklinga sé það líka. Ég met stofnanir út frá þeim raunverulegu tækifærum sem einstaklingnum eru gefin.“ Beauvoir 1999:43. Hugur 2014-5.indd 80 19/01/2015 15:09:33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.