Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 78
78 Sigurjón Árni Eyjólfsson
lífseig þessi eðlishyggja er og sú röksemdafærsla sem byggir á hugmyndinni um
eðlislægan mun kynjanna.21
Samkvæmt Simone de Beauvoir hafa kenningar um sérstaka eiginleika hins
líffræðilega kyns, hvort heldur sem þær geri lítið úr konunni eða hefji hana á stall,
leitt til kúgunar í gegnum aldirnar. Í krafti þeirra sé áhrifum og vægi efnahags-
legra, félagslegra og menningarlegra þátta hreinlega ýtt til hliðar. Hvað maður-
inn og mennskan eigi að vera sé ævinlega skilgreint út frá karlkyninu og konan
einungis skoðuð sem afbrigði hans enda ekki til sem sjálfstæð stærð. Konan fái
þannig aðeins merkingu og vægi í sambandi sínu við karlkynið. Og þar sé konan
skilgreind út frá skorti, þ.e. því sem karlinn hafi en hún ekki. Simone de Beauvoir
tekur þessa röksemdafærslu til ítarlegrar umræðu. Hún rekur hvernig hún er sett
fram innan líffræðinnar, sálgreiningarinnar, sögulegrar efnishyggju, m.a. marx-
ismans,22 sögunnar, trúarbragða23 og bókmennta.24 Í því samhengi greinir hún það
sem hún nefnir „goðsöguna konan“.
1.2. Konan og feðraveldið
Í riti sínu Hitt kynið setur Beauvoir fram sína þekktu kenningu: „Maður fæðist
ekki kona, heldur verður kona.“25 Það að vera kona er ekki eitthvað sem er gefið
af náttúrunnar hendi, heldur félagsleg staða sem mótast í veruleika þar sem karlar
hafa tögl og hagldir. Feðraveldið skilgreinir hvað felist í því að vera kona og hvert
hlutverk hennar sé. Saga kvenna er mótuð af feðraveldinu, enda setur það þann
ramma sem þeim beri að hugsa og starfa innan. Drifkraftur sögunnar er karllægur,
þar sem konur koma vart fyrir sem gerendur, heldur sem þolendur; þeim er ýmist
ýtt til hliðar eða þær sniðgengnar. Gegn þessari sýn feðraveldisins rís Beauvoir og
leitast við að sýna fram á að skilgreiningin á því hvað sé kona sé afleiðing kúgunar
feðraveldisins og leitar um leið leiða til að hnekkja þeirri sýn.
Að mati Beauvoir er almennt fjallað um konuna innan feðraveldisins sem óræða
stærð, leyndardómsfulla, dulúðuga og goðsagnakennda.26 Forðast sé að tala um
hana eins og hún komi fyrir eða gæti verið og þess í stað dregin upp tilbúin mynd
af henni þar sem eðli hennar sé endurskilgreint. Konan er þannig sett undir hatt
fyrirframgefinna hugmynda þar sem mælikvarðinn tryggir áframhaldandi kúgun
hennar. Einmitt í krafti þeirra er konan skilgreind sem dulræn vera með órætt og
leyndardómsfullt eðli o.s.frv. og þar með er kúgunin tryggð. Myndin af konunni
er skýr – en konan sem einstaklingur og persóna í þverstæðufullum heimi getur
aldrei uppfyllt þær væntingar sem við hana eru bundnar. Þar með er búið að
tryggja að konan verður fangi „goðsögunnar um konuna“. Samkvæmt Beauvoir
ber að svipta þessa goðsögu túlkunarmætti sínum og því snýr hún sér að megin-
þáttum hennar. Hlutverki konunnar sem eiginkonu og móður hefur sérstaklega
verið beitt til að renna stoðum undir þessa goðsögu um hvert raunverulegt eðli
21 Beauvoir 2012a: 18–329; Sigríður Þorgeirsdóttir 2013.
22 Beauvoir 2012a: 27–85.
23 Beauvoir 2012a: 86–189.
24 Beauvoir 2012a: 190–329.
25 Beauvoir 2012a: 334.
26 Beauvoir 2012a: 318–329.
Hugur 2014-5.indd 78 19/01/2015 15:09:33