Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 180
180 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson
held ég, sem var með málstofu um Speculum, gegn mér. Ó já, þetta er mjög í tísku.
Jafnvel þó að Speculum sé barnið sem ég hef afneitað, yfirgefið, sem gefur þeim
núna leyfi til að gera það við það sem þau vilja, við þessa mjög erfiðu bók sem þau
sannarlega skilja ekki, eða hvað? Ég tel að talað sé um Speculum á þann hátt sem
talað var um Gagnrýni díalektískrar skynsemi (Critique de la raison dialectique eftir
Jean-Paul Sartre), óháð þeirri staðreynd að enginn hefur raunverulega lesið hana.
Og þessar aðstæður eru jafnalgengar, sérstaklega vegna þess misskilnings sem ég
talaði um. Svo ég var fyrst samkynhneigð og er nú orðin hómófóbísk. [Hlær.] Það
kemur öllu þessu ekkert við. Persónulega hef ég ekki skipt um skoðun.
Sp. Gagnrýni þín á sálgreiningu Lacans frá 1977, „Eymd sálgreiningarinnar“ („Misère
de la psychanalyse“), kallar eftir því að karlkyns sérfræðingar (e. practitioners) greini
sína eigin óskilgreindu drifkrafta og langanir, þar með talið samkynhneigðar langanir
og löngun þeirra til að nauðga. Myndir þú gera sambærilegar kröfur um sjálfsgrein-
ingu til verðandi karlkyns femínista?
Sv. Ég myndi krefjast þess að sérhver sálgreinir, karl eða kona, femínisti eða ekki,
verði, í þeim tilgangi að hlusta á einhvern annan (sem annar), að greina sínar sam-
kynhneigðu hvatir. Löngun sína til að nauðga og brjóta á hinum, karli eða konu,
femínista eða ekki femínista. Það sem vekur athygli mína er að karlar hlusta ekki
á sjálfa sig tala. Þeir heyra/skilja (fr. entendent) ekki hvað þeir segja.
Sp. Í viðtali við Alice Jardin frá árinu 1987 bendirðu á að Speculum sé „erfið bók,
þar sem þar er útskýrt nýtt sjónarsvið hugsunar“, og í viðtali við Christine Lasagni
frá 1988 segirðu að það séu „ekki skörp skil“ milli fyrri og síðari verka þinna. Leggur
Speculum nokkurs konar grunn að því hvernig þú vannst síðar með heimspeki, sál-
greiningu og menningarsögu? Hvernig myndir þú staðsetja þig innan verka þinna
eins og þeim hefur undið fram í seinni tíð, sérstaklega með tilliti til nýlegra tilrauna í
málvísindum?
Sv. Ég benti á hér að framan hvernig ég skilgreini þrjú tímabil verka minna, svo
það er ástæðulaust að endurtaka það. Rannsóknin í málvísindum birtist á öðru
tímabili höfundarferils míns þegar ég leitaðist við að skilgreina nýjar leiðir til
að miðla málum fyrir hina kvenkyns sjálfsveru sem heldur áfram að vekja áhuga
minn, einnig í þeim tilgangi að sjá hvernig hægt er að gera tengsl milli karls og
konu möguleg. Þegar þú sérð að ef þú biður bekk af framhaldsskólanemendum
um að búa til setningar með forsetningunni „með“ og að stelpa mun búa til setn-
ingu af gerðinni „ég er að fara út í kvöld með þér“ eða „ég vil búa með honum“ og
að strákurinn mun búa til setningu af gerðinni „ég er að fara út með hjólið mitt“
eða „ég skrifaði þessa setningu með penna“, þá spyrðu þig auðvitað hvernig þér
tekst að fá þessar tvær verur til að búa saman, hvernig þú byggir brýr milli þeirra.
Því er mikilvægt að byrja aftur út frá samtalinu. Ég byrjaði þessar samtalsgrein-
ingar einnig vegna þess, augljóslega, að þegar ég skipti um tungumál og menn-
ingu sagði fólk alltaf, þar sem ekkert er eins auðflytjanlegt og þjóðernishyggja:
„Það sem er satt fyrir þig, frönskumælandi einstakling, er ekki satt fyrir okkur.“
Svo ég ákvað að gera athuganir á hámarksfjölda tungumála og menningarheilda
Hugur 2014-5.indd 180 19/01/2015 15:09:38