Hugur - 01.01.2014, Blaðsíða 138
138 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
til þeirra, sem eru fjarlægir okkur, umhyggju.11 Þar sem umhyggjan er fyrst og
fremst bundin við afstöðu einstaklinga í þessum skilningi gæti ég sagt að mér sé
umhugað um hag Afríkubúa, þ.e. að ég beri umhyggju fyrir þeim, þrátt fyrir að
vera ekki persónulega tengdur þeim.
Eitthvað virðist skorta á ef manneskja lítur á sig sem umhyggjusama einungis í
krafti þeirra tilfinninga sem hún býr yfir. Það er ekki hægt að segja að manneskja
sé umhyggjusöm ef hún aðhefst ekki neitt; ef hún sinnir ekki þeim samböndum
sem hún á í með athöfnum mörkuðum af umhyggju, jafnvel þótt við séum sann-
færð um að hún beri umhyggju til þeirra sem hún á í samböndum við. Það er því
ekki nóg að segja að umhyggjusamar athafnir séu birtingamyndir hinnar innri
afstöðu – þeirrar hneigðar sem umhyggjan er – heldur hljóta athafnirnar að vera
hluti af umhyggjunni sjálfri.
Í hinni enskumælandi umræðu um efnið hefur rík áhersla verið lögð á að meta
hversu mikilvægur tilfinningaþátturinn er í „care“. Útfærsla á hugtakinu sem
athöfn eða vinnu er ekki svo fjarstæðukennd, noti maður enska orðið. Þannig
hafa Joan Tronto og Berenice Fisher lagt áherslu á vinnuþáttinn í því.12 Diemut
Bubeck hefur einnig tekið svipaða afstöðu, en hún er á því að engin tilfinn-
ingaleg tengsl þurfi að vera á milli þess sem veitir umönnun og þess sem þiggur
hana. Umhyggjan, þ.e.a.s. „care“, er í hennar skilningi hreinlega uppfylling þarfa
sem eru þess eðlis að þeir sem þarfnast hennar geta ekki sjálfir uppfyllt þær.13
Þannig verður mælikvarðinn á það hver telst vera umhyggjusamur (e. caring) sá
hvort viðkomandi sinni einhvers konar umönnun. Í tilviki þess sem við myndum
kalla umönnun, t.d. sjúkraliða sem sinnir skjólstæðingi sínum, virðist skilyrðum
„care“ augljóslega mætt þó athafnirnar sjálfar séu, svo að segja, innihaldslausar,
framkvæmdar aðeins af meðvitund um hvað þarf að gera og hvernig. Þegar við
lítum á samband foreldra við börn virðist „care“ í þessum skilningi vera ófull-
nægjandi. Innihaldslaus umönnun foreldris á börnum sínum virðist vera mjög
vafasöm og augljóslega skorta eitthvað mikilvægt. Foreldri sem sinnir börnum
sínum af eintómri skyldu og finnst það jafnvel ömurlegt í alla staði getur varla
talist umhyggjusöm manneskja þó að hún framkvæmi allar „réttu“ athafnirnar,
eins og að lesa fyrir börnin, faðma þau og hugga þegar þeim líður illa o.s.frv. Það
er hreinlega ekki heilbrigt samband foreldris og barns þar sem við höfum aðeins
umönnun en ekki umhyggju.14
Hér er það líklega tvíræðni hins enska „care“ sem leikur höfundana grátt. Á
íslensku væri augljóslega talað hér um tvö aðskilin fyrirbæri. Þá mætti leggja til
að Tronto, Fisher og Bubeck væru fulltrúar einhvers sem við gætum kallað um-
önnunarsiðfræði.
Vilji maður sjá umhyggju beitt sem siðferðislegu hugtaki í samfélagslegu sam-
hengi, á hinu opinbera eða almenna sviði, þá hafa þessar skilgreiningar á um-
hyggju sem einvörðungu hneigð eða virkni hvor um sig sína kosti. Skilgreining
11 Slote 2001: xi, sótt til Held 2006: 34.
12 Fisher og Tronto 1990.
13 Bubeck 1995: 129–33, sótt til Held 2006: 32.
14 Sbr. Held 2006: 32–33.
Hugur 2014-5.indd 138 19/01/2015 15:09:36