Hugur - 01.01.2014, Page 170
170 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson
„vel lukkaða“ hjónabandi þar sem konan tekur yfir hlutverk móður eiginmannsins
og hann gerist sonur hennar. Þess í stað sér Luce Irigaray fyrir sér „lárétt yfirstig“
milli tveggja þroskaðra en óbreytanlega ólíkra sjálfsvera, karls og konu. Vegna þess
að „kynjamismunur er grundvallarbreyta hinnar félags-menningarlegu skipanar“
(það sem hún kallar „kynferðislegt val“ er álitið vera „aukaatriði“) þá er „sköpun
nýs sambands [milli karls og konu] í grundvallaratriðum líkt því að finna upp
nýja félags- og menningarlega skipan“. Af sömu ástæðu fullyrðir Luce Irigaray að
ástæða þess að hún „getur virt muninn alls staðar: muninn á öðrum kynþáttum,
muninn á kynslóðum, o.s.frv.“ sé einmitt vegna þess að hún staðsetur mismun
sem slíkan („mismuninn og hið neikvæða sem ég mun aldrei yfirstíga“) milli
tveggja kynja frekar en annars staðar.
Sú viðleitni að hugsa sambandið karl/kona sem tvennd er rökrétt niðurstaða
þess rannsóknarverkefnis sem hófst í Speculum með gagnrýni á einokun hinnar
einstöku, karlkyns sjálfsveru í vestrænni hefð. Þessi viðleitni þróaðist á „næsta
tímabili“ yfir í tilraun til að reyna „að skilgreina þær hugleiðingar sem gætu leyft
tilvist kvenkyns sjálfsveru“. Þetta mikla heimspekilega verkefni hefur getið af sér
röð tilrauna sem Luce Irigaray hefur gert síðustu ár til þess að sýna fram á að
kynjamismunur sé að verki innan kynjaðra mynstra tungumálanotkunar með það
að markmiði að „endurúthluta orðræðunni“ milli karls og konu líkt og til að lyfta
því á stall sem aldrei hefur átt sér stað: ósviknu samtali milli þeirra tveggja. Þessum
tilraunum er ætlað að svipta hulu af meintu hlutleysi málgerðar (e. linguistic forms)
með því að sýna ólík kynjasambönd (e. sexuate relations) sem upplýsa okkur um
hvernig konur og karlar nota tungumálið með ólíkum hætti. Þær sýna til dæm-
is að í ákveðnu samhengi er dæmigerð notkun stúlkna á forsetningunni „með“
tengd manneskjum. Í sama samhengi noti drengir forsetninguna aftur á móti í
tengslum við dauða hluti; stúlkur búa því til (og skapa sjálfar sig innan) setningar
með tveimur sjálfsverum á meðan drengir búa til setningar með sjálfsveru og
viðfangi. Á svipaðan hátt nota stúlkur yfirleitt fyrstupersónufornafnið („ég“ eða
„Je“) í díalektísku sambandi við aðrar sjálfsverur („þú“ eða „Tu“). Í eins tilvikum
nota drengir það hins vegar yfirleitt í tengslum við viðfang eða „það“. „Ég-ið“5
hylur því alltaf tengsl sín og er í raun ekki eitt heldur tvö og kynjuð og leggur
Luce Irigaray til að endurhugsa þurfi veruleikann út frá hinni tvöföldu endur-
sköpun á „ég-hún“ („Je-elle“) og „ég-hann“ („Je-il“). Hún trúir því að gegnum
slíka „endurúthlutun“ samtalsins sé mögulegt að skapa hina „tvíþættu sjálfsveru“
og er það markmiðið sem verk hennar hefur alltaf stefnt að. Á líkan hátt telur
Luce Irigaray að femínismi geti gert lítið úr sjálfum sér með því að blætisgera
vald „persónulegrar reynslu“ í skilningi „hins hreinræktaða frásagnar-„ég-s“ “, eða
út frá „ég-inu“ sem aðeins nær að tjá áhrif “. Með því að beita móteitri krefst hún
þess að orðræða sjálfsveru og viðfangs, tvöföldunar, verði viðurkennd sem hluti
af sjálfsverunni sem slíkri: „Mér er ómögulegt, einni og óstuddri, að staðfesta
mína eigin reynslu, þar sem hún er eitthvað sem ég þekki aðeins út frá ákveðinni
staðreynd, út frá samtali, og svo framvegis. Ég get ekki staðfest að þetta sé alltaf
5 [Í frumtextanum eru persónufornöfnin alltaf án greinis en hér eru þau þýdd með greini þar sem
á við í þeirri viðleitni að gera textann læsilegri á íslensku. – Þýð.]
Hugur 2014-5.indd 170 19/01/2015 15:09:38