Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 11
Inngangur
Almennur samdráttur framleiðslu og eftirspurnar í iðnþróuðu ríkj-
unum samfara hríðversnandi viðskiptakjörum frumframleiðsluríkja
eru þeir þættir í hinni alþjóðlegu efnahagsframvindu, sem afdrifa-
ríkastir hafa orðið fyrir íslenzka þjóðarbúskapinn á árunum 1974 og'
1975.
Þrátt fyrir minnkandi innflutning 1975 hefur sölutregða og verð-
lækkun á útflutningsmarkaði og' hækkandi innflutningsverð valdið
alvarlegum greiðsluhalla út á við, en sá halli er nú ásamt verðbólg-
unni erfiðasti efnahagsvandi íslendinga.
Þegar efnaliagserfiðleikarnir árin 1967 og 1968 voru yfirunnir, tók
við einstaklega mikil gróska i íslenzku efnahagslífi. Árin fjögur
1970—1973 jukust ráðstöfunartekjur þjóðarinnar um 10% á ári að
meðaltali. Þetta stafaði jöfnum höndum af aukinni fiskgengd og
framleiðslu og hagstæðum viðskiptakjörum, sem bötnuðu jafnt og
þétt öll þessi ár að árinu 1972 undanskildu. Viðskiptakjörin bötnuðu
einkum mikið árið 1973, þegar verð útflutningsvara hækkaði ört. Þetta
langa velgengniskeið hafði vitaskuld víðtæk áhrif á almennar launa-
kröfur og jók bæði einstaklingum og opinberri forystu bjartsýni, sem
mótaði útgjaldaáform bæði til fjárfestingar og neyzlu.
Framvindan árin 1974 og 1975 snarsnérist íslendingum í óhag, og
þau skörpu skil urðu enn tilfinnanlegri vegna þeirrar hagsæidar,
sem ríkt hafði að undanförnu. Viðskiptakjör versnuðu um 10% árið
1974 og skerðast enn um 16% i ár. Þessi skellur, ásamt nokkrum sam-
drætti í umsvifum innanlands, veldur því, að þjóðartekjur í heild
stóðu í stað árið 1974 og minnka liklega um 8% árið 1975. Þarna er
að leita skýringarinnar á því, hve aðlögun að þessum gjörbreyttu
aðstæðum hefur miðað hægt vegna margs konar erfiðleika, bæði af
stjórnmála- og efnahagsástæðum.
Breytingar ytri skilyrða árin 1973—1974 voru bæði einstaklega
snöggar og miklar, meira að segja á mælikvarða íslendinga, sem
löngum hafa þó átt að venjast efnahagslegum hverfulleika. Kostn-
aðaráhrif oliuverðhækkunarinnar og almenn verðliælckun innfluttr-
ar vöru riðu yfir í kjölfar uppgangs af völdum stóraukningar út-
flutningstekna. Viðbrögðin innanlands við þessum erlendu áhrifum