Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 43
41
hins vegar mun minna, eða um rúmlega 6%, en hér eru talin útgjöld
til einkaneyzlu og samneyzlu og almennrar fjármunamyndunar, sem
svo er nefnd, þ. e. heildarfjármunamyndunar án Þjórsárvirkj ana,
álverksmiðju, innfluttra skipa og flugvéla og innfluttra húsa fyrir
Viðlagasjóð.
Utanríkisviðskipti jukust verulega á árinu 1973, einkum vöru-
innflutningur, sem jókst um fjórðung' að magni. Verðmæti innflutn-
ings og útflutnings vöru og þjónustu jókst hins vegar hvort tveggj a
um nær sama hlutfall vegna hinnar miklu útflutningsverðhækk-
unar. Nokkur halli varð því enn í viðskiptum við útlönd og nam
hann rúmlega 2 600 m.kr. eða 2,9% af þjóðarframleiðslu samanborið
við 2,6% 1972. Þessi halli var þó mun meira en jafnaður með inn-
flutningi erlends fj ármagns, einkum erlends lánsfjár vegna skipa-
kaupa, svo og með erlendri aðstoð vegna eldgossins í Vestmanna-
eyjum. Heildarjöfnuður í greiðslum gagnvart útlöndum varð því
hagstæður um 1 000 m.kr. á árinu 1973.
Efnahagsþróunin snerist mjög til hins verra á árinu 1974. Þegar
undir lok ársins 1973 komu fram ýmis merki stöðnunar í verðþróun
útflutnings jafnframt því sem almennt innflutningsverðlag fór stöð-
ugt hækkandi og áhrif stórhækkunar olíuverðs voru í aðsigi. í spám
í árslok 1973 voru taldar horfur á, að þjóðarframleiðslan gæti aukizt
um 4% á árinu 1974 og var aukningin talin takmarkast af afkasta-
getu, en framleiðsluöfl þjóðarbúsins voru þá fullnýtt og gætti raunar
manneklu á mörgum sviðum atvinnulífsins. Að mati fiskifræðinga
voru horfur á minnkun botnfiskafla að óbreyttri sókn, en vegna
talsverðrar sóknaraukningar, sem gera mátti ráð fyrir, var talið fært
að reikna með nokkurri aflaaukningu á árinu. Hins vegar var vart
húizt við aflaaukningu á loðnuvertíð. I forsendum um útflutnings-
verð var gert ráð fyrir tæplega fimmtungs hækkun í erlendri mynt
frá árinu áður. Var þá reiknað með, að sjávarafurðaverðlag yrði
svipað eða e. t. v. heldur lægra en í árslok 1973. Hins vegar var því
spáð, að verðlag innflutnings hækkaði nokkru meira en útflutnings-
verðlag, m. a. vegna stórhækkunar olíuverðs. Var því búizt við, að
þjóðartekjur 1974 ykjust nokkru minna en þjóðarframleiðslan, vegna
rýrnandi viðskiptakjara.
Strax á fyrstu mánuðum ársins varð Ijóst, að spáð hafði verið
af hjartsýni um áramót. Verðlag ýmissa helztu útflutningsafurða
snerist til lækkunar, en ekkert lát varð á verðhækkun innflutnings.
Loðnuvertíð reyndist að visu nokkru gjöfulli en búizt var við, en léleg
aflabrögð á vetrarvertíð voru þó þyngri á metunum. Efnahagsþenslan
innanlands magnaðist mjög í kjölfar kj arasamninganna fyrri hluta