Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 45
43
talin geta orðið heldur minni en áður var spáð, eða um 31/2%, en
vegna nokkru meiri aukningar innflutningsverðmætis en í fyrri
spám og nokkurrar birgðasöfnunar sjávarafurða var nú búizt við,
að viðskiptahallinn næmi a. m. k. yfir 9% af þjóðarframleiðslu. Hér
kom ennfremur til, að sýnt var, að halli yrði í þj ónustuviðskiptum í
fyrsta sinn í nokkur ár. Mikil óvissa ríkti jafnframt um útflutning
sjávarafurða síðustu mánuði ársins og var enn talið að jafnvel
mætti búast við meiri birgðasöfnun en þá var komin fram.
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 1974 er talið, að þjóðar-
framleiðslan hafi aukizt um 3,2%. Viðskiptakjörin við útlönd rýrn-
uðu um 10%, eða sem svaraði til tæplega 3% af aukningu þjóðar-
framleiðslunnar. Þjóðartekjur i heild stóðu því nokkurn veginn í
stað en minnkuðu um 1% á mann. Verðlag útflutnings bækkaði
um 21—22% í erlendri mynt, en verðlag innflutnings hækkaði mun
meira eða um 34—35% í erlendri mynt. Útflutningsframleiðslan í
heild jókst aðeins um 1% á árinu 1974, einkum vegna afarlítillar
aukningar sjávarafurðaframleiðslunnar og samdráttar í álfram-
leiðslu, sem ekki hafði verið reiknað með í spám á árinu. í öðrum
greinum jókst framleiðsla um svipað eða nokkru lægra hlutfall en
árið áður.
Eins og fyrr segir jókst eftirspurn afarmikið í kjölfar kjarasamn-
inganna fyrri hluta ársins og magnaðist því enn það ástand umfram-
eftirspurnar og þenslu, sem þegar var ríkjandi. Efnahagsþenslan
ásamt kostnaðaráhrifum kjarasamninganna og innflutningsverð-
hækkunum hafði í för með sér mun meiri hælckun almenns verð-
lags en dæmi eru til um allt frá því í heimsstyrjöldinni fyrri. Á
mælikvarða verðvisitölu þjóðarframleiðslu hækkaði almennt verð-
lag um 3914% en um 42% á mælikvarða vísitölu vöru og þjónustu.
Kauptaxtar og tekjur hækkuðu þó enn meira, og er kaupmáttur
ráðstöfunartekna heimilanna talinn hafa aulcizt um 9% 1974, eða
um 7%% á mann.
Einkaneyzla er talin hafa aukizt heldur minna en kaupmáttur
eða um 7%% að raunverulegu verðgildi, líkt og spáð var á miðju ári.
Þá er samneyzla talin hafa aukizt um 6% eða svipað og árið áður.
Fjármunamyndun jókst liins vegar mun hægar en 1973 eða um tæplega
7% samkvæmt bráðabirgðatölum, einkum vegna minni aukningar
skipakaupa en árið áður og samdráttar í fjárfestingu í íbúðabygg-
ingum eftir Viðlagasjóðshúsin 1973. í heild jukust þjóðarútgjöld um
rúmlega 10% að birgða- og bústofnsbreytingum meðtöldum, en um
rúmlega 7% að þeim frátöldum. Almenn þjóðarútgjöld, þ. e. heildar-
þjóðarútgjöld að frádregnum birgða- og bústofnsbreytingum og hin-