Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 37
35
einstöku ríkjum, en þau ráðast fyrst og fremst af því, að hve miklu
leyti ríkin eru háð innflutningi olíu. Til viðbótar beinum áhrifum
koma svo margvísleg óbein áhrif olíuverðhækkunarinnar, sem erfitt
hefur reynzt að meta. Til þess að vega á móti áhrifum þessa eftir-
spurnarsamdráttar á framleiðslu og atvinnuástand hefðu stjórnvöld
þurft að grípa til eftirspurnarörvandi aðgerða. Þetta varð hins vegar
ekki reyndin, og þannig var t. d. víðast lialdið áfram þeirri aðhalds-
stefnu, einkum í peningamálum, sem tekin var upp í flestum löndum
á seinni hluta árs 1973. Samdráttaráhrif olíuverðhækkunarinnar komu
þannig að fullu til viðhótar þeim samdráttaráhrifum, sem efnaliags-
stefna stjórnvalda hlaut að hafa, þótt lienni væri fyrst og fremst
stefnt gegn verðbólgu. Afleiðingar þessa samdráttar í eftirspurn í nær
öllum aðildarrikjum OECD samtíinis voru þær, að mjög dró úr vexti
þjóðarframleiðslu á árinu 1974 og í nokkrum liinna fjölmennari
ríkja, fyrst og fremst í Bandaríkjunum, dróst þjóðarframleiðsla sam-
an frá árinu áður. Er nú talið, að á árinu 1974 hafi þjóðaríramleiðsla
OECD-ríkja til samans staðið í stað frá fyrra ári.
Þetta var mun lakari niðurstaða en gert hafði verið ráð fyrir
framan af árinu 1974. 1 spám á árinu 1974, sem settar voru fram
Breytingar þjóðarframleiðslu í nokkrum löndum 1960—1974.
Meðaltal 1960—1971 o/ /o 1971 0/ /o 1972 0/ /o 1973 o/ /o Bráðab. 1974 %
Bandaríkin 3,9 2,7 6,1 5,9 H-2,1
Japan 11,1 6,4 9,6 11,0 4-1,8
Belgía 4,9 3,7 4,9 6,1 4,0
Bretland 2,9 1,7 3,0 5,4 4-0,2
Danmörk 4,8 3,8 5,0 3,5 1,3
Finnland 5,2 2,5 6,8 6,0 4,2
Frakkland 5,8 5,5 5,5 6,0 3,9
Holland 5,3 4,5 4,4 4,2 3,3
Irland 4,0 3,1 4,0 5,3 0,2
Ítalía 5,5 1,6 3,5 6,0 3,2
Noregur 5,0 5,5 4,3 3,7 3,7
Sviss 4,6 3,9 5,7 3,5 0,7
Svíþjóð 4,3 0,2 2,5 3,3 4,1
Vestur-Þýzkaland 4,9 2,7 3,0 5,3 0,4
Evrópulönd OECD 4,9 3,4 4,3 5,4 2,1
öll lönd OECD 4,8 3,4 5,7 6,3 0,0
Island 5,0 10,1 5,6 5,9 3,2
Heimild: OECD fyrir önnur lönd en ísland.