Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 86
84
ur um 2 340 m.kr. á árinu 1973. Að meðtöldum framlögum án endur-
gjalds var heildarjöfnuður fjármagnshreyfinga hagstæður um 3 790
m.kr., og reyndist heildargreiðslujöfnuðurinn við útlönd árið 1973
hagstæður um 1 000 m.kr.
Eins og áður hefur komið fram snerist þróun utanríkisviðskipta
mjög til hins verra á árinu 1974. Útflutningsverðmæti jókst mun
minna en innflutningur, einkum vegna óhagstæðrar þróunar afurða-
verðs á erlendum markaði og magnminnkunar útflutnings, sem staf-
aði af söluerfiðleikum erlendis og' þar af leiðandi birgðasöfnun heima
fyrir. Yöruinnflutningur jókst hins vegar mjög mikið, bæði vegna
aukningar innflutningseftirspurnar og verulegrar verðhækkunar inn-
fluttrar vöru almennt og' olíu sérstaklega. Á árinu 1974 fór þannig
saman magnminnkun útflutnings og magnaukning innflutnings, auk
þess sem innflutningsverð hækkaði mun meira en útflutningsverð.
Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd var því óliagstæður um 14 700 m.kr.
samanborið við rúmlega 3 500 m.kr. vöruskiptahalla 1973 reiknað á
sama gengi, þ. e. meðalgengi 1974. í ofanálag reyndist þjónustujöfn-
uðurinn óhagstæður í fyrsta skipti síðan 1967, og samkvæmt bráða-
birgðatölum nam hallinn á þjónustuviðskiptum við útlönd 830 m.kr.
samanborið við rúmlega 580 m.kr. hagstæðan jöfnuð 1973, hvort
tveggja reiknað á meðalgengi ársins 1974. Viðskiptajöfnuðurinn við
útlönd var því óhagstæður um 15 530 m.kr. 1974 samanborið við
tæplega 2 930 m.kr. viðskiptahalla 1973 og 2120 m.kr. halla 1972
reiknað á meðalgengi ársins 1974. Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
nam viðskiptaliallinn 11,7% 1974, en 2,9% 1973 og 2,6% 1972. Sveifl-
ur í hinum sérstaka fjárfestingarvöruinnflutningi og birgðabreytingar
útflutningsafurða hafa hins vegar ráðið mjög' miklu um breytingar
viðskiptajafnaðarins undanfarin ár, og með þvi að greina þær frá
innflutnings- og útflutningstölunum má fá fram gleggri mynd af
þróun viðskiptajafnaðarins en með samanburði raunverulegra við-
skiptajafnaðartalna. Sé viðskiptajöfnuðurinn því leiðréttur á þann
hátt, að undanskilja útflutningsbirgðabreytingar annars vegar og hins
vegar innflutning hinna svonefndu sérstöku fjárfestingarvara, þ. e.
skipa og flugvéla og fjárfestingarvara til Landsvirkjunar og ísal (og
til Viðlagasjóðs 1973), verður viðskiptahallinn sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu 5,1% 1974. Með þessu móti kemur hins vegar fram hag-
stæður viðskiptajöfnuður 1973, sem nemur 2,2% af vergri þjóðarfram-
leiðslu, samanborið við 1,6% hagstæðan viðskiptajöfnuð 1972. Þótt
hinn leiðrétti viðskiptahalli 1974 reyndist þannig til muna lægri en
raunverulegur viðskiptahalli ársins, sýna þessar tölur engu að síður
ljóslega öfugþróun utanríkisviðskiptanna á sl. ári. Eins og fyrr segir