Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 107
105
þjónustu eru hluti af þjóðarútgjöldum og hafa því bein áhrif á eftir-
spurnai’stigið í liagkerfinu, en auk þess hefur öll tekjuöflun og út-
gjöld ríkisins margvísleg óbein áhrif á eítirspurnina. Samneyzluút-
gjöld ríkisins jukust að magni um rúmlega 8% á árinu 1973, en fjár-
festingarútgjöld jukust um 7%, sem er nokkuð umfram aukningu
þjóðarframleiðslu. Hins vegar ber að hafa í huga, að fjárfestingarút-
gjöld ríkissjóðs, sem færð eru í A-hluta ríkisreiknings, eru aðeins
hluti af heildarfjárfestingu hins opinbera, sem jókst aðeins um 2%
á árinu 1973.
Samkvæmt fjárlögum ársins 1974 var greiðsluafgangur áætlaður
393 m.kr. eða 1,3% af heildartekjum, og var því stefnt að því að jafna
þann halla, er var á ríkisbúskapnum á árinu 1973. Tekjur voru áætl-
aðar 29 180 m.kr. og gjöld 29 402 m.kr., eða 222 m.kr. umfram tekjur.
Innstreymi á lánahreyfingum var áætlað 615 m.kr. Þessar áætlanir um
tekjur og gjöld voru í aðalatriðum miðaðar við kauplag og verðlag
í árslok 1973 og því alls ekki gert ráð fyrir áhrifum þeirrar efnahags-
þróunar, sem varð á árinu 1974. Forsendur fjárlaga gjörbreyttust því
þegar á fyrstu mánuðum ársins, og margvíslegar breytingar voru
gerðar á tekjuöflun og útgjöldum ríkissjóðs aulc þess sem aðrar efna-
hagsráðstafanir höfðu óbein áhrif á ríkisfjármálin.
Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 35 784 m.kr. á árinu 1974 og var
það nær 49% aukning tekna frá árinu áður, og hækkaði hlutfall ríkis-
tekna af þjóðarframleiðslu úr 26,0% 1973 i 26,9% 1974. Útgjöld ríkis-
sjóðs námu 40 583 m.kr. eða nær 62% hærri fjárhæð en árið áður.
Ríkisútgjöld sem lilutfall af þjóðarframleiðslu námu 30,5% 1974 sam-
anborið við 27,1% 1973. Gjöld ríkissjóðs umfram tekjur námu 4 799
m.kr. á árinu 1974, en þessum halla var að nokkru mætt með inn-
streymi á lánahreyfingum og fjárhæð 1 390 m.kr., þannig að greiðslu-
halli nam rúmlega 3 400 m.kr. eða 9,5% af tekjum ríkissjóðs og um
2,5% af þjóðarframleiðslu.
Helztu breytingar á tekjuöflun rikisins á árinu 1974 voru lækkun
tekjuskatts og hækkun söluskatts i tengslum við kjarasamninga laun-
þega og vinnuveitenda á fyrstu mánuðum ársins, auk þess sem ýmsir
óbeinir skattar voru hækkaðir á árinu. Má þar nefna hækkun launa-
skatts, benzíngjalds og áfengis- og tóbaksverðs. Þessar breytingar
ásamt mikilli veltu og innflutningi leiddu til þess, að hlutur beinna
skatta í tekjum ríkissjóðs minnkaði úr 24,8% 1973 i 18,4% 1974 og
hlutur óbeinna skatta stækkaði að sama skapi.
Útgjöld ríkissjóðs umfram fjárlagaáætlun voru að langmestu leyti
bein áhrif kauplags- og verðlagsþróunai’innar á siðasta ári, auk þess
sem gengislækkun krónunnar hafði talsverð áhrif. Mestur hluti út-