Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 126
124
áföngum um 3% í hverjum áfanga. Samningarnir gilda til 1. septem-
ber 1976.
Hinn 9. maí tókust samningar milli launþega í prentiönaði og prent-
smiðjueigenda, og lauk þá verkfalli í prentiðnaði, sem staðið hafði
frá 27. marz. Samningarnir fela í sér hækkun grunnkaups um
nálægt 35% í 1. áfanga, en nokkru meiri grunnkaupshækkun fyrir
ófaglært fólk í prentiðnaði. Aðrar áfangahækkanir eru hinar sömu
og i rammasamningi ASl og vinnuveitenda, og samningarnir gilda
til 1. apríl 1976.
Gengið frá samningum við öll aðildarfélög BSRB og flest aðildar-
félög BHM eftir að lögbundinn samningsfrestur hafði verið lengdur
um hálfan mánuð. Samningar fólu aðallega i sér tilfærslur starfa
milli launaflokka. Launahækkun samkvæmt rammasamningi og sér-
samningum er metin tæplega 20% að meðaltali í fyrsta áfanga fyrir
alla ríkisstarfsmenn. 1 lægstu launaflokkum er hækkunin nokkru
meiri.
Hinn 21. maí voru gefin út bráðabirgðalög um tímabundnar ráðstaf-
anir til viðnáms gegn verðbólgu. Samkvæmt lögum þessum skyldi
verðlagsuppbót á laun, sú sem tók gildi 1. marz 1974 samkvæmt
kjarasamningum, haldast óbreytt (K=106,18) til 31. ágúst 1974. Að
óbreyttum reglum um útreikning kaupgreiðsluvísitölu hefði visitalan
orðið 121,64 stig hinn 1. júni eða um 14,6% hærri en 1. marz. Að
meðtöldum áhrifum niðurgreiðsluaukningarinnar í maí hefði kaup-
greiðsluvísitalan hins vegar orðið 113,78 stig hinn 1. júní. Bráðabirgða-
lögin kváðu ennfremur á um, að launaliður í verðlagsgrundvelli bú-
vöru skyldi haldast óbreyttur til 31. ágúst. (Um önnur ákvæði bráða-
birgðalaganna vísast til kaflanna um peningamál, tekjuákvarðanir
í sjávarútvegi og almenn verðlagsmál.)
Ágúst.
Bráðabirgðalögin um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verð-
bólgu frá 21. maí voru staðfest af Alþingi og jafnframt var gildis-
tími laganna framlengdur til 30. september.
Miðstjórnarfundur ASÍ skoraði á aðildarfélög að segja upp samn-
ingum við vinnuveitendur, og sögðu flest aðildarfélögin upp samn-
ingum sínum næstu vikurnar.
September.
Hinn 24. september voru sett bráðabirgðalög um launajöfnunarbætur,
bætur almannatrygginga og verðlagsmál.Á sviði launamála var ákveð-