Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 15
13
liefur verið 1974 ^og 1975, verður að hafa í fyrirrúmi. Þetta hef-
ur í för með sér livort tveggja, að innlend eftirspurn verður að hjaðna,
og draga verður úr innlendri verðbólgu svo um munar, ef tryggja
á samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuveganna. Til þess að ná þess-
um forgangsmarkmiðum efnahagsstefnunnar og halda óskertri at-
vinnu verður að koma til fullur skilningur og stuðningur samtaka
launþega og vinnuveitenda. Niðurstaða kjarasamninganna um næstu
áramót skiptir sköpum bæði um innlenda eftirspurn og verðbólg-
una á næsta ári. Sú hjöðnun verðbólgunnar, sem orðið hefur nú
siðari hluta ársins, verður skammvinn ef launahækkunum verður
ekki mjög í hóf stillt á komandi ári.
Fvrstu drög að þjóðliagsspá fvrir árið 1976i) liafa uú verið sett fram
sem grunnur mats á helztu viðfangsefnum í stjórn efnahagsmála
næsta ár. Þar kemur m. a. fram, að með óbreyttum kaupmætti ráð-
stöfunartekna lieimilanna frá árinu í ár, sem í reynd þýðir óhreytt-
ar rauntekjur frá því sem þær eru nú í olctóher, megi húast við,
að einkaneyzla lialdist að mestu óbreytt eða minnki heldur. í fjár-
lagafrumvarpi því, sem nú heíur verið lagt fram, felst óbreytt magn
samneyzlu á næsta ári. Þá bendir frumgerð fjárfestingarspár til u. þ.
b. 5% samdráttar í fjárfestingu 1976. Loks má búast við um 5—6%
aukniugu útflutningsmagns, en að innflutningur minnki um 5%. Nið-
urstaða þessarar þjóðhagsspár sýnir um 1—2% minnkun þjóðarút-
gjalda í heild og 1—2% aukningu þjóðarframleiðslu. Hins vegar kem-
ur engu að síður fram viðskiptalialli, sem nemur 7—8% af þjóð-
framleiðslu 1976. Með tilliti til hinnar tæpu greiðslustöðu út á við
gæti reynzt nauðsynlegt að stefna að minni viðskiptalialla við útlönd
með meiri samdrætti þjóðarútgjalda en við er miðað í þessum drög-
um. Þessi mynd af horfum fyrir næsta ár sýnir, að strangt aðhald í
fjármálum og peningamálum er frumskilyrði þess, að viðunandi
jafnvægi náist í greiðsluviðskiptum við útlönd. Með fj árlagafrum-
varpinu 1976 er stefnt að jafnvægi í ríkisfjármálum, nokkurri minnlc-
un tilfærslna, sem þó er að hluta jöfnuð með afnámi 12% vörugjalds-
ins, og óbreyttu magni útgjalda hins opinbera til kaupa á vörum
og þjónustu. Mikilvægt er, að frumvarp þetta nái fram að ganga án
þess að fjárlagaútgjöld í heild verði aukin, og jafnframt, að í láns-
fjáráætlun þeirri, sem nú er unnið að, verði stefnt að því, að draga
úr raunvirði nýrra útlána á árinu 1976. Raunar má vera að meira
aðhalds sé þörf í ríkisfjármálum en að er stefnt með fjárlagafrum-
varpi.
1) Nánari grein verður gerð fyrir þessum drögum í fjölriti Þjóðiiagsstofnunar: „Úr ])jóð-
arbúskapnum", sem út kemur í næsta mánuði.