Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 38
36
allt til ársloka, var ennfremur gert ráð fyrir, að efnahagsþró-
unin snerist til hins betra þegar á fyrra helmingi ársins 1975. Þess-
ar spár hafa hins vegar ekki rætzt, þvert á móti var samdráttur
þjóðarframleiðslu mun meiri á fyrra árshelmingi 1975 en á árinu
1974. Ástæður þessa eru margvíslegar, en þó má telja víst, að áhrif
samdráttaraðgerða í nær öllum ríkjum og áhrif olíu- og hráefna-
verðhækkunarinnar hafi verið mjögvanmetin fyrst í stað. Birgðabreyt-
ingar áttu einnig talsverðan þátt í samdrætti framleiðslu, er fyrir-
tæki minnkuðu birgðir vegna óvissu um sölu afurða. Einnig má nefna,
að í ýmsum ríkjum hefur sparnaður einstaklinga aukizt og dregið
hefur úr neyzlu vegna ótta við atvinnuleysi eða skerta tekjuöflunar-
möguleika. Þetta hefur m. a. leitt til þess, að aðgerðir stjórnvalda
til þess að örva eftirspurn, t. d. með skattalækkun til þess að auka
einkaneyzlu, hafa haft mun minni áhrif en búizt var við. Siðustu
spár OECD gera ráð fyrir 2% minnkun þjóðarframleiðslu allra
aðildarríkjanna á árinu 1975, og er þá búizt við talsverðri fram-
leiðsluaukningu frá fyrra árshelmingi til seinna árshelmings. Þróun-
in siðustu mánuði bendir liins vegar til þess, að sú aukning verði
mun minni en spáð var, einkum i Yestur-Evrópu.
Verðhólgan var tvímælalaust sá efnaliagsvandi, sem aðgerðir stjórn-
valda í lielztu iðnaðarrikjuxn beindust fyrst og fremst gegn á árinu
1974. Það, sem af er árinu 1975, hefur nokkuð dregið úr verðbólgu í
heiminum, þótt sú þróun hafi í senn verið hægari en við var búizt
og ýmsar þjóðir glimi enn við mikla verðbólgu, eins og t. d. Bretar.
Atvinnuleysið hefur liins vegar fax-ið vaxandi i flestum löndum og
er nú víða meira en það hefur vexdð síðustxx tvo áratugi. Þetta hefur
m. a. leitt til þess, að stjórnvöld liafa breytt efnahagsstefnu sinni
og leggja nú meiri áherzlu á aðgerðir til þess að örva eftirspurn og
þar með athafnalíf. Meðal annars af þessum sökum, en einnig vegna
þess, að birgðahald er nú talið liafa náð lágmai'gi og dregið liefur
úr vei'ðbólgu, er nú reiknað með framleiðsluaukningu meðal aðildar-
ríkja OECD i heild á næsta ári. Þannig er búizt við 4% aukningu
þjóðarframleiðslu frá öðrum árshelmingi 1975 til fyrra árshelmings
1976, sem ætti m. a. að leiða til axikinna umsvifa í utanríkisverzlun
eftir 6—7% samdrátt í ár. Þessi spá OECD frá júli sl. er reist á
forsendum óbreyttrar efnahagsstefnu frá þeim tíma. Á síðustu mán-
ixðum hafa ýmsar þjóðir, einkum Japanir, Frakkar og ítalir, haft
uppi ráðagerðir um frekari aðgerðir til þess að auka eftirspurn og
i Vestur-Þýzkalandi hefur einnig verið lialdið áfram á sömu braut.
Þetta mun þó vart vega upp hægari framleiðsluaukningu á seinni
árshelmingi í ár en gert var ráð fyrir, og því er nú útlit fyrir, að