Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 28
26
Viðskiptajöfnuður - - greiðslujöfnuður 1974—1975.
Milljónir króna.
M. v. meðal- M. v. áætlað
gengi ársins meðalgengi 1975
1974 1974 1975
Vöruskiptajöfnuður -4-14 700 4-22 785 4-18 200
Þjónustujöfnuður 4-830 + 1 286 + 300
Viðskiptajöfnuður 4-15 530 4-24 071 + 18 500
Framlög án endurgjalds, nettó +60 +93
Fjármagnshreyfingar:
Opinberar lántökur, nettó +4 510 +6 991 + 10 415
Lántökur einkaaðila, nettó +2 670 +4 138 + 1 670
Lántökur lánastofnana, nettó +1 820 + 2 821 + 1 125
Erlent einkaf jármagn til rekstrar +1 145 + 1 775 + 2 300
Erlent einkafjármagn til fjárfestingar . . . +170 + 263 +240
Aðrar hreyfingar, nettó --445 + 690 + 250
Fjármagnsjöfnuður +9 870 + 15 298 + 16 000
Heildargreiðslujöfnuður 4-5 600 4-8 680 4-2 500
Vísitala miðgengis 100 155 155
Vísitala miðgengis er reiknuð sem meðaltal af daglegri gengisskráningu erlendra gjaldmiðla gagn-
vart íslenzkri krónu, vegið að jöfnu annars vegar með hlutdeild landa í inn- og útflutningi vöru og
hins vegar hlutdeild einstakra gjaldmiðla í heildargjaldeyriskaupum og -sölu. Vísitala miðgengis
fyrir árið 1975 er áætluð miðað við raunverulega gengisskráningu janúar—ágúst 1975 og að gengis-
skráning í ágúst haldist óbreytt til ársloka.
miklir innflutningsmánuðir og innflutningur i þessum mánuðum get-
ur því haft mikil áhrif á heildarútkomu ársins. Útflutningsspáin
er hins vegar í ríkara mæli en spáin um innflutning háð beinum
upplýsingum um sölu og útflutningsáform, einkum hvað varðar ál-
útflutning. Því gæti farið svo, eins og á siðustu mánuðum ársins 1974,
að áform útflytjenda reynist ofmetin eða komi fyrst fram eftir ára-
mót og útflutningur verði því minni og birgðasöfnun meiri en nú eru
horfur á. Þeim varnöglum, sem hér eru slegnir, er ekki unnt að gefa
ákveðið talnagildi, en ber þó að hafa í huga við mat á væntanlegum
niðurstöðum ársins.
Viðskiptahallanum 18 500 m.kr., sem hér er spáð á þessu ári, verð-
ur að mestu mætt með erlendu langtíma lánsfé. Áætlað er, að ný
erlend lán til langs tíma nemi um 19 350 m.kr. á árinu 1975, sem er
svipuð fjárhæð og á sl. ári, reiknað á sambærilegu gengi. Opinberar
lántökur vega liér langþyngst, en þær eru áætlaðar nema tæpum
12 500 m.kr. samanborið við tæplega 9 000 m.kr. 1974, reiknað á
áætluðu meðalgengi þessa árs. Hins vegar munu nýjar erlendar lán-
tökur einkaaðila og lánastofnana verða talsvert minni en á sl. ári.