Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 74
72
þriðja áfanga verksmiðjunnar lauk haustið 1972. Árið 1974 námu
framkvæmdir verksmiðjunnar 170 m.kr.
Fjármunamyndun í öðrum iðnaði árið 1973 nam 1 565 m.kr. og
dróst saman um 19%. Þessi samdráttur iðnaðarfjárfestingarinnar
var að mestu leyti fólginn í breytingu á fjárfestingu eins fyrirtækis,
Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, en verulegri stæklcun liennar
lauk á árinu 1972. Framkvæmdir i iðnaði jukust aftur um 13% á
árinu 1974 og námu 2 420 m.kr. Það ár hófst bygging þangverksmiðju
við Breiðafjörð.
Fjármunamyndun í flutningatækjum nam 1 380 m.kr. árið 1973,
og var það 8% aukning frá árinu áður. Árið 1974 tvöfaldaðist þessi
fjármunamyndun og nam 3 650 m.kr.
Bifreiðar til atvinnurekstrar voru keyptar fyrir um 1 900 m.kr. og
16 skip voru keypt til landsins fyrir um 1 980 m.kr. Þá voru 9 skip
seld úr landi fyrir um 390 m.kr.
Framkvæmdir við byggingu verzlunar-, skrifstofu- og gistiliúsa
námu 1250 m.kr. árið 1973 og voru því aðeins 5% meiri en 1972.
Hins vegar nam fjármunamyndun í ýmsum vélum og tækjum 940
m.kr. og jókst um 22% frá fyrra ári. Árið 1974 jókst fjármunamynd-
un í verzlunar-, skrifstofu- og gistihúsum um 38% og nam 2 630 m.kr.
Fjármunamyndun i ýmsum vélum og tækjum jókst enn meira eða
um tæplega 60% og nam 1 920 m.kr.
Bygging ibúðarhúsa var í hámarki 1973. Fj ármunamyndunin nam
7 740 m.kr., en þar af voru innflutt hús á vegum Yiðlagasjóðs 2 000
m.kr. Að Viðlagasjóðshúsunum meðtöldum jókst íbúðafjárfestingin
um 47% 1973, en um 9% að þeim frátöldum. Hinar venjulegu ibúða-
bvggingar (þ. e. að frátöldum innfluttum liúsum) voru einnig í há-
marki 1973, en fyrra hámark var árið 1967. Árið 1974 nam fjármuna-
myndun í íbúðarhúsum 9 850 m.kr. Ef hin innfluttu hús Viðlagasjóðs
eru frátalin nam aukning frá fyrra ári 11%. Samdráttur kemur hins
vegar fram, ef Viðlagasjóðshúsin eru meðtalin, og nemur hann 16%.
Árið 1973 var byrjað á smíði ákaflega margra íbúða eða 2 883 auk
494 íbúða í Viðlagasjóðsliúsum. Byrjað var á smiði um 2 640 íbúða
árið 1974, og er það einnig með mesta móti. Aðeins tvivegis áður
hefur verið byrjað á smíði yfir 2 000 íbúða á ári, 2 052 íbúða árið
1967 og 2 135 ibúða árið 1955, annað árið frá því að fjárfestingarhöml-
um var aflétt.
Fullgerðar íbúðir voru 2 220 talsins árið 1973, ef Viðlagasjóðshúsin
eru talin með, en 1 807 að þeim frátöldum. Hafði þeim fækkað nokkuð
frá árinu 1972, þegar fullgerðar voru 1 930 íbúðir, fleiri en nokkru
sinni fyrr. Árið 1974 voru fullgerðar um 2193 íbúðir, þar af 83