Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 191
189
af humri á árinu 1975. Enda þótt hér sé um að ræða verulega aukn-
ingu á aflamagni frá árinu 1974, má einnig reikna með, að meðalafli
á togtíma geti aukist upp i u. þ. b. 45 kg eða um 15%. Vert er þó að
geta þess, að rannsóknir í ár leiddu í Ijós, að á mörgum veiðisvæðum
var lítið af smáhumri, sem er að verða veiðibær, þannig að hugsan-
lega er hér um lélegan árgang eða árganga að ræða. Munu rann-
sóknir ársins 1975 skera frekar úr um þetta atriði.
Enda þótt núverandi aflatakmarkanir hafi í för með sér tíma-
bundinn samdrátt í verðmæti humarafla, vegur það létt á vogar-
skálunum miðað við hagnaðinn er til lengdar lætur. í því sambandi
ber einkum að hafa i huga eftirfarandi atriði.
1) Þá er humarstofninn hefur náð fullu veiðiþoli, má árlega taka
úr honum það aflamagn er miðast við hámarksnýtingu. Þannig
má koma i veg fyrir ofnýtingu eitt árabil með aflahrun sem
óhjákvæmilegan fylgifisk síðar eins og reynslan hefur sýnt. Mætti
því minnka árlegar aflasveiflur verulega og auðvelda efnahags-
spár til muna.
2) Gert er ráð fyrir því, að aflabrögð humarbáta muni aukast miðað
við sókn. Mun það stuðla að bættri afkomu fyrir sjómenn og út-
gerð, en útgerðargrundvöllur þessara veiða hefur verið mjög bág-
borinn þá er aflabrögð hafa verið í lágmarki eins og á mörgum
seinni árum.
3) Loks er vonast til að auka megi humarstærð nokkuð og stuðla þar
með að verðmætari afla og útflutningsafurðum.
Sveinn Sveinbjörnsson:
Kolmunnaveiðar.
Á undanförnum árum hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til þess
að kanna veiðimöguleika að því er varðar þessa fisktegund. í
samræmi við reynslu þá, sem fékkst á síldarárunum milli 1960 og
1967, hefur einkum verið rcynt á tímabilinu maí-júní. Þá er kolmunn-
inn i ætisleit í hafinu milli íslands og Noregs og hrygningu lokið. Frá
1970 hefur kolmunninn verið dreifðari en áður var og hafa veiðitil-
raunir á ofangreindu svæði og tíma ekki borið umtalsverðan árangur.
Næstu þekktar hrygningarstöðvar eru við landgrunnsbrúnina vest-
an og norðvestan Bretlandseyja og fer hrygning þar fram í mars-maí
á 4—500 metra dýpi. Norðmenn, Færeyingar, Bretar og Rússar hafa
reldð tilraunaveiðar á þessum slóðum um hrygningartímann nú um