Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 41
Yfirlit 1973-1974
Þjóðarframleiðsla og verðmætaráðstöfun.
Þjóðarframleiðslan er talin hafa aulcizt um 5,9% að raunverulegu
verðgildi á árinu 1973. Vöxtur þjóðarframleiðslunnar 1973 var nokkru
meiri en árlegur meðalvöxtur sl. tvo áratugi. Á mælikvarða leitni-
vaxtar hefur þjóðarframleiðslan aukizt um 4,9% á ári tímabilið
1951—1972, en 3,5% á ári áratuginn 1963—1972. Sé miðað við upp-
gangsárin þrjú, 1979—1972, var framleiðsluaukningin 1973, 5,9%,
nokkru minni en árlegur meðalvöxtur þessara þriggja ára, 7,1%;
aukningin 1973 var þó svipuð eða ivið meiri en árið næsta á und-
an, 1972.
Á árinu 1973 varð því framhald þess vaxtarskeiðs, sem staðið hafði
allt frá árinu 1970 eftir samdráttinn i efnahagslifinu árin 1967—1968,
en þjóðarframleiðslan jókst að raunverulegu verðgildi um 6% 1970,
10% 1971 og 5j4% 1972. Meginorsakir þessa hagvaxtar voru tvær.
Annars vegar jukust útflutningstekjur stórlega 1969—1971, bæði af
völdum aflaaukningar og útflutningsverðhækkunar 1969—1970, og á
árinu 1971 hækkaði útflutningsverð verulega og svo mikið, að þrátt
fyrir aflarýrnun var engu að síður um nokkra aulcningu útflutnings-
tekna að ræða. Hins vegar voru framleiðsluöflin vannýtt þessi ár eftir
þann slaka, er myndaðist árin 1967 og 1968 þannig að svigrúm reynd-
ist til verulegrar framleiðsluaukningar árin næstu á eftir. Telja má,
að með árinu 1972 hafi slakinn í nýtingu framleiðsluaflanna verið
unninn upp að fullu og heldur meira en það. Yið upphaf ársins 1973
var því talið, að aukning framleiðslu yrði minni en árið áður, auk
þess sem aflahorfur voru að mati fiskifræðinga taldar dauflegar og'
hlyti þvi að draga úr hagvexti þetta árið. Eldgosið i Vestmannaeyjum
og sú skerðing framleiðslugetu, sem af þvi hlauzt, dekkti svo enn
horfurnar fyrir árið 1973. Framvindan yfir árið varð hins vegar all-
frábrugðin þeirri þróun, sem sýnileg virtist í ársbyrjun, og því olli
fyrst og fremst veruleg aukning útflutningstekna, sem varð talsvert
meiri en árin tvö næstu á undan. Aukning útflutningstekna stafaði
bæði af aflaaukningu, en einkum þó af verðhækkun útflutnings. Verð-
mæti landaðs sjávarafla jókst um 7% 1973, einkum vegna afargóðra
aflabragða á loðnuvertíð. Verðhækkun útfluttra sjávarafurða var