Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 98
96
kostnaðar hækkaði mun minna á tímabilinu maí til ágúst en ella
hefði orðið, og nam hækkunin aðeins tæplega 3%. Jafnvel þótt áhrif-
um niðurgreiðsluaukningarinnar sé sleppt, var hækkunin tæplega
helmingur þess, sem verið liafði næstu þrjá mánuðina á undan eða
8V2%. Á siðari helmingi ársins dró talsvert úr erlendum verðhækk-
unum, en g'engi krónunnar fór hins vegar lækkandi, og í ágúst var
gengi krónunnar um 15% lægra en i janúar. Við þetta bættust svo
áhrif 17% gengislækkunar krónunnar um mánaðamótin ágúst/sept-
ember, sem réði vafalaust mestu um verðlagsþróunina á síðustu mán-
uðum ársins. Frá ágúst til nóvember hækkaði vísitala framfærslu-
kostnaðar um 15,4% og var vísitalan þá 51,2% liærri en á sama tíma
1973. Hækkun vísitölu vöru og þjónustu var hin sama, 51,1%, en að
húsnæði meðtöldu var hækkunin 43,8%. Mest hækkun varð á þjón-
ustulið vísitölunnar eða 59,7%, og gætti þar fyrst og fremst launa-
hækkananna í desember 1973, marz 1974 og launajöfnunarbóta í
október 1974. Innlendar og innfluttar neyzluvörur liækkuðu svipað
eða um 54—56%, en hlutur innfluttrar vöru í heildarhækkuninni var
meiri 1974 en 1973, bæði vegna meiri erlendra verðhækkana og geng-
islækkunar. Fiskur og fiskafurðir liækkuðu um 48% frá nóvember
1973 til jafnlengdar 1974, en innlendar landbúnaðarafurðir hækk-
uðu í verði um 35%. Var þetta minni hækkun en milli sömu mánaða
1972 og 1973, en það stafaði eingöngu. af mikilli aukningu niður-
Breytingar kauptaxta, tekna og verðlags 1971—1974.
Ársmeðaltöl
1971 0/ /o 1972 0/ /o 1973 o/ /o 1974 %
1. Kauptaxtar launþega 18,5 27,59 23,5 48,5
2. Heildaratvinnutekjur einstaklinga2) 25,0 30,5 37,0 52,0
3. Framfærslukostnaður 6,8 10,4 22,1 43,0
4. Kaupmáttur atvinnutekna (2/3) 17,0 18,2 12,2 6,3
5. Brúttótekjur einstaklinga3) 26,8 30,0 37,0 51,0
6. Ráðstöfunartekjur heimilanna4) .... 23,8 28,0 37,0 54,8
7. Verðlag vöru og þjónustu 7,2 13,8 25,1 42,2
8. Kaupmáttur ráðstöfunartekna (6/7) 15,5 12,5 9,5 8,9
9. Vergar þjóðartekjur 13,1 5,4 9,9 0,4
1) Áhrif vinnutímabreytingar á tekjur meðtalin.
2) Áætlað; aukning atvinnumagns meðtalin.
3) Tilfærslutekjur, aðallega bætur almannatrygginga, meðtaldar.
4) Áætlað.