Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 48
46
að verulegu leyti vegna aukinnar loðnubræðslu. Talsverð aukning
varð einnig í saltfisk- og skreiðarframleiðslu eða um 8%%, en fram-
leiðsla frystra fiskafurða minnkaði um tæplega 1%, en 5%% ef
loðna er frátalin. Síltlarafli i Norðursjó 1973 varð um 12% meiri en
árið á undan, enda var verð á síld í Danmörku mjög hátt og sókn
í veiðarnar því meiri en áður. Sama gilti einnig um verð á ísuðum
fiski í Þýzkalandi, Belgíu og Bretlandi og jókst útflutningur nýs og
ísaðs fisks án síldar um nær 7% að magni, þrátt fyrir að til Bretlands
var aðeins flutt út óverulegt magn vegna landhelgisdeilunnar við
Breta. Framleiðsla annarrar sjávarvöru en hér hefur verið talin,
svo sem lagmetis og grásleppuhrogna, jókst einnig talsvert á árinu,
eða um 19%.
Verðlag á helztu sjávarafurðum liafði farið hækkandi allt frá
árinu 1969, en á árinu 1972 dró þó mjög úr verðhækkunum frá því
sem var næstu tvö árin á undan, og verð á fiskmjöli og lýsi lækkaði.
1 upphafi ársins 1973 var því ekki búizt við neinni frekari verðhækk-
un að ráði á frystum afurðum og saltfiski, en hins vegar hafði mjöl-
og lýsisverð hækkað verulega þá þegar. Gætti þar strax áhrifa minnk-
andi kornuppskeru í heiminum og samdráttar í fóðurvöruframleiðslu
á árinu 1972, einna fyrst í Bandaríkjunum en síðar í öðrum löndum.
Þessi samdráttur olli brátt samdrætti í matvælaframleiðslu, sem kom
nær samstundis fram í hækkandi matvælaverðlagi. I fyrstu varð
aðallega verðhækkun á kjöti og kjötvörum, en verðlag á fiski og
fiskafurðum fylgdi brátt í kjölfarið. Fyrstu merki verðhækkana á
frystiafurðum sáust á Bandaríkjamarkaði í marzmánuði 1973, en þá
gætti einnig áhrifa gengislækkunar Bandaríkjadollars í febrúar og
marz, en gjaldmiðlar helztu samkeppnisþjóða okkar á Bandarikja-
markaði fylgdu ekki dollaranum á sama hátt og íslenzka krónan og
reyndu þvi útflytjendur í þessum löndum að bæta sér það upp með
hærra aíurðaverði. Síðan hélzt þessi verðþróun óslitið áfram til
áramóta og skapaði þannig þær ytri aðstæður, sem gerðu kleift að
hækka gengi íslenzku krónunnar á árinu 1973.
Sem dæmi um hina öru verðlagshækkun á Bandaríkjamarkaði ár-
ið 1973 má nefna verð á þorskblokk, sem hefur verið ein mikil-
vægasta söluvara okkar á þessum markaði. Meðalverð á þorskblokk
árið 1972 var um 46 Bandaríkjacent pr. lb. c. i. f., í marz 1973 var verð-
ið komið upp i 55 cent, í 64 cent í júli og var 82 cent í árslok 1973.
Eftirfarandi tölur sýna meðal c. i. f.-verð í U. S. centum pr. lb. af
frystum fiskafurðum (öðrum en humar og rækju), sem Verðjöfn-
unarsjóður fiskiðnaðarins tekur til, en það er um 80% heildarút-
flutningsverðmætis frystra sjávarafurða: