Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 57
55
þessum sama tíma um svipað hlutfall og verðlagsgrundvöllur bú-
vöru. Sá framleiðslukostnaður, sem hér bætist við rekstrarkostnað
verðlagsgrundvallarins, þ. e, vinnslu- og dreifingarkostnaður,
geymslukostnaður, sláturkostnaður o. þ. h., hefur því aukizt álíka mik-
ið og búrekstrarkostnaður. Heildsöluverð — án niðurgreiðslna —
hækkaði um nær 45% að meðaltali frá 1973 til 1974, en á fimmtán mán-
aða tímabili frá 1/9 1973 til 1/12 1974 nam hækkunin um 54—59%.
Hækkun smásöluverðs landbúnaðarafurða á þessum tíma hefur hins
vegar verið nokkru minni en hækkun óniðurgreidds heildsöluverðs.
Niðurgreiðslur hafa aukizt mikið í krónutölu á þessu tímabili.
Samkvæmt niðurstöðum ríkisreiknings hefur heildarfjárhæð niður-
greiðslna vegna innanlandsneyzlu hækkað úr 1 680 m.kr. 1972 í 2 140
m.kr. 1973, eða um 27%, og í 3 740 m.kr. 1974, en það er um 75% hækk-
un. Vegna tilfærslna milli ára og þar eð heildarf j árhæð niðurgreiðslna
í ríkisreikningi felur ekki eingöngu í sér beinar niðurgreiðslur vöru-
verðs, gefa þessar tölur hins vegar ekki rétta mynd af beinni notkun
niðurgreiðslna þessi ár. Áætlanir um beina notkun niðurgreiðslna
hafa verið gerðar fyrir undanfarin ár, og samkvæmt þeim námu
niðurgreiðslur á innanlandssölu búvöru tæpum 1 670 m.kr. 1972 og
2 020 m.kr. 1973 og jukust þannig um 21% samanborið við 29%
verðhækkun framleiðslunnar 1973, m. v. verð til bænda. Á árinu
1970 voru niðurgreiðslur og útflutningsbætur alls um 19% heildar-
verðmætis landbúnaðarafurða á heildsöluverði, en þetta hlutfall
varð miklu hærra árin tvö á eftir, eða um 34% 1971 og 31% 1972. Sem
hlutfall af innanlandssölu búvöru til neyzlu námu niðurgreiðslur
34% á árunum 1971 og 1972, en hlutfall útflutningsuppbóta af útflutn-
ingsverðmæíi landbúnaðarafurða var mun hærra eða um 50% 1971 og
39% 1972. Heildarfjárhæð niðurgreiðslna og útflutningsuppbóta 1973
nam um 2 600 m.kr. og hafði aukizt um 600 m.kr. frá árinu áður. Hlut-
fall niðurgreiðslna og útflutningsuppbóta af heildsöluverðmæti fram-
leiðslunnar allrar lækkaði hins vegar í 28% og niðurgreiðsluhlutfall
innanlandssölunnar lækkaði sömuleiðis í rúmlega 29%, en hlutfall
útflutningsuppbóta var svipað og árið áður eða um 39% af útflutn-
ingsverðmæti. Áætlanir um beina notkun niðurgreiðslna 1974 eru
ekki fyrir hendi enn sem komið er, en niðurstöður ríkisreiknings
og áætlanir um breytingar heildsölu- og smásöluverðs benda til, að
niðurgreiðsluhlutfall innanlandssölu búvöru til neyzlu hafi á árinu
1974 ekki verið lægra en árið áður og e. t. v. hækkað heldur á ný.
Fjármunamyndun i landbúnaði hefur á undanförnum árum verið
háð verulegum sveiflum. Samdrættinum í framleiðslu á árunum
1966—1970 fylgdi talsverður samdráttur fjármunamyndunar í land-