Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 96
94
að meðaltali. Tekjur sjómanna jukust mun minna en tekjur annarra
starfsstétta á síðastliðnu ári eða um 43—44%, en frávik frá meðaltali
er að jafnaði mun meira hjá sjómönnum en öðrum. Fiskverð hækk-
aði um rúmlesa 40% milli áranna 1973 os 1974 os aflaauknine í
heild nam 2—3%.
Tilfærslutekjur, einkum bætur almannatrygginga, jukust nokkru
minna en atvinnutekjur eða um 45%, fyrst og fremst vegna breytinga
á greiðslu fjölskyldubóta á miðju ári 1974, en þá var hætt að greiða
bætur með fyrsta barni nema tekjur framfæranda væru undir ákveðnu
marki. Séu atvinnutekj ur, tilfærslutekjur og aðrar tekjur dregnar
saman jukust brúttótekjur einstaklinga um 51% milli áranna 1973 og
1974 eða um tæplega 49% á mann. Hækkun beinna skatta var hins
vegar mun minni, bæði vegna minni tekjuaukningar á árinu 1973 og
ekki siður vegna skattkerfisbreytingarinnar i april 1974, er tekjuslcatt-
ur var lækkaður verulega en söluskattur hækkaður. Af þessum sökum
jukust ráðstöfunartekjur nokltuð umfram brúttótekjur eða um tæp-
lega 55%. Verðlag vöru og þjónustu hækkaði um 42,2% þannig að
kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um nær 9% eða um rúmlega 7%
á mann. Þessi kaupmáttaraukning varð öll fyrri hluta ársins i kjölfar
kjarasamninganna, en síðari hluta ársins rýrnaði kaupmáttur, enda
reyndist ekki varanlegur grundvöllur fyrir þeim kaupmætti, sem
stefnt var að með kjarasamningunum í febrúar og marz. I árslok
1974 var kaupmáttur kauptaxta 8% minni en að meðaltali á ár-
inu 1974.
Verðlag.
Árið 1973 var vísitala framfærslukostnaðar 22,1% hærri að meðaltali
en árið á undan, og var þetta tvöfalt meiri hækkun en milli áranna
1971 og 1972. Visitala vöru og þjónustu (A-liður framfærsluvísitölu)
hækkaði mun meira eða um 25,1%, samanborið við 13,8% hækkun
1972. Verðlagsþróunin framan af árinu 1973 réðst mjög af áhrifum
gengislækkunarinnar i desember 1972 og launahækkana í marz 1973
en þegar á árið leið gætti í vaxandi mæli áhrifa hækkandi innflutn-
ingsverðs, einkum á hráefuum og rekstrarvörum, er brátt kom fram
í verðlagi innlendrar framleiðslu. Gengishækkun krónunnar síðari
hluta ársins dró að vísu úr hækkun innflutningsverðs, en vaxandi eft-
irspurnarþrýstingur innanlands auðveldaði aðlögun verðlags að hækk-
andi verðlagi aðfanga og' auknum launakostnaði. Frá nóvember 1972
til nóvember 1973, hækkaði vísitala vöru og þjónustu um 30,4% en að
meðtöldu liúsnæði var liækkunin 28,4% eða svipuð og hækkun fram-
færsluvísitölunnar í heild, 28,9%.