Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 58
56
búnaði. Heildarfjármunamyndunin i landbúnaði dróst saman um
tæplega 5% á ári að meðaltali árin 1966—1968 og komst í mikla
lægð árið 1969, en það ár nam samdrátturinn um 35%. Eftir það
tók aukningar að gæta á ný, og jókst fjármunamyndun i landbúnaði
um rúmlega 20% á ári að meðaltali árin 1970—1972, og það var
þvi fyrst á árinu 1972, að fjármunamyndunin náði svipuðu stigi og
árið 1965. Á árunum 1966—1969 varð samdráttur í nær öllum grein-
um fjármunamyndunar í landbúnaði. Ræktunarframkvæmdir voru
með minnsta móti 1966, en urðu hins vegar mjög miklar árin 1967—
1968, og eftir talsverðan samdrátt 1969 fóru ræktunarframkvæmdir
vaxandi 1970 og hafa haldizt nokkuð svipaðar síðan. Framkvæmdir
við útihúsabyggingar urðu afar miklar á árinu 1965, en á árunum
1966—1970 dró mjög úr þessum framkvæmdum og var framkvæmda-
magnið 1970, reiknað í krónum á föstu verðlagi, innan við helmingur
þess, sem það var á árinu 1965. Útihúsabyggingar jukust siðan um
29% á ári að meðaltali 1971—1973. Vélakaup bænda fóru mjög
minnkandi 1967—1969, en jukust afarmikið eftir það, og nam aukn-
ingin yfir 65% á ári að meðaltali 1970—1972. Heildarfjármunamynd-
un í landbúnaði nam 1 860 m.kr. á árinu 1973 og hafði aukizt um
11% frá fyrra ári. Mestur hluti aukningarinnar stafaði af auknum
framkvæmdum við útihúsabyggingar, og enn fremur jókst fjárfest-
ing í vélum og tækjum enn nokkuð. Samkvæmt bráðabirgðatölum er
landbúnaðarfjárfestingin 1974 talin hafa numið rúmum 2 800 m.kr.,
en það er um 8% aukning að magni frá fyrra ári.
Iðnaður.
Samkvæmt iðnaðarskýrslum Hagstofunnar og athugunum Þjóðhags-
stofnunar er talið, að almenn iðnaðarframleiðsla (þ. e. öll iðnaðar-
framleiðsla að undanskilinni framleiðslu í fiskiðnaði, sem í atvinnu-
vegaskýrslum er alls staðar talin með sjávarútvegi, svo og álfram-
leiðslu) hafi aukizt um 8,6% á árinu 1973, eða um svipað hlutfall og á
árinu 1972. Heildarframleiðsla alls iðnaðarins er hins vegar talin hafa
aukizt mun meira, eða um 12%, vegna aukningar álframleiðslu,
samanborið við um 8% heildaraukningu 1972. Haustið 1972 var
lokið endanlegri stækkun Álverksmiðjunnar i Straumsvík og síðasti
áfangi hennar tekinn i notkun, og árið 1973 var því fyrsta heila
árið, sem verksmiðjan framleiddi með fullum afköstum. Álfram-
leiðslan jókst því verulega eða úr 45.5 þús. tonnum 1972 í 71.3 þús.
tonn 1973. Um breytingar framleiðslumagns i öðrum iðngreinum má
nefna, að framleiðsla ldsilgúrs 1973 nam 22 þús. tonnum, sem var
svipað og árið áður. Sementsframleiðsla jókst óverulega, eða um