Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 83
81
jókst c. i. f.-verðmæti almenna vöruinnflutningsins um nálægt 85%
í krónutölu frá sama tímabili 1973, en þaS svarar til um 100% aukn-
ingar m. v. sömu gengisskráningu þessa mánuði bæði árin. Sé inn-
flutningsaukningin 1974 skoðuð eftir ársfjórðungum kemur fram,
að í krónutölu hefur hún farið vaxandi eftir því sem leið á árið, eða
úr 60% aukningu fyrri hluta ársins í rúmlega 70% á 3. ársfjórð-
ungi og 85% aukningu á síðasta fjórðungi ársins, m. v. f. o. b.-verð-
mæti almenna vöruinnflutningsins. Sé hins vegar tekið tillit til
gengisbreytinga snýst þetta við, þannig að aukningin reiknuð i er-
lendri mynt hefur verið mest á 1. ársfjórðungi, tæplega 80%, farið
minnkandi eftir því sem á árið leið og orðið rúmlega 30% á 4. árs-
fjórðungi 1974.
Árið 1974 í heild jókst f. o. b.-verðmæti almenna vöruinnflutnings-
ins um 70%. Verðhækkun hans í krónum er talin hafa numið um
49%, og því er aukningin talin liafa orðið um 14% að raunverulegu
verðgildi. Innflutningur neyzluvöru c. i. f. jókst um 56% og nam um
38% af verðmæti almenna vöruinnflutningsins, sem var nokkru lægra
hlutfall en á undanförnum árum. Innflutningur rekstrarvöru jókst
um 94%, en um 92% að frátaldri rekstrarvöru til Isal, og átti verð-
hækkun olíu frá árinu 1973 drýgstan þátt í þessari aukningu. Hlut-
fall rekstrarvöru af almennum vöruinnflutningi hækkaði einnig i
32% 1974 úr 28—29% 1971—1973. Innflutningsverðmæti (c. i. f.) elds-
neytis og olíu nam 6 200 m.kr. 1974 samanborið við 2 430 m.kr. 1973
og um 1 500 m.kr. árin 1971 og 1972. Hin gífurlega aukning oliuinn-
flutnings 1974 stafaði eingöngu af verðhækkun olíuvöru, en að magni
er olíuinnflutningurinn talinn liafa dregizt saman um 5—6%. Inn-
flutningsverðmæti fjárfestingarvöru jólcst um 52% en um 67% að
frátöldum hinum sérstöku fjárfestingarvörum, skipum og flugvélum
og vörum til Isal og Landsvirkjunar, og þannig taldar námu almenn-
ar fjárfestingarvörur um 31% af heildarverðmæti almenns vöru-
innflutnings, en það er svipað hlutfall og' undangengin ár.
Hinn sérstaki innflutnngur skipa og flugvéla, og til Landsvirkj-
unar og Isal jókst um rúmlega 40% að verðmæti á árinu 1974, en
þá ber þess að gæta, að innflutningur Viðlagasjóðshúsa er þá talinn
með tölum ársins 1973, sem við er miðað. Verðhækkun sérstaka
innflutningsins er áætluð hafa orðið nálægt 35%, og er magnaukn-
ing hans þvi talin hafa numið 4—5%. I sérstalca innflutningnum fór
langmest fyrir skipainnflutningi, sem jókst úr 3 860 m.kr. 1973 í
5 820 m.kr. 1974, og varð um 60% sérstaka innflutningsins og um
12% heildarvöruinnflutningsins 1974. Innflutt skip á árinu 1973 voru
langflest fiskiskip, einkum skuttogarar, en 1974 var i mun meira
6