Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 116
114
þingi. Helztu ákvæði laganna voru um tekjutryggingu og fjölskyldu-
bætur. Ákvæði um tekjutryggingu elli- og örorkulifeyrisþega voru
rýmkuð þannig, að gert er ráð fyrir að lífeyrisþegar geti haft nokkrar
tekjur aðrar en lífeyristekjur án þess að til skerðingar tekjutrygg-
ingar komi, fyrir ofan þetta tekjumark skerðist síðan tekjutrygg-
ingaruppbótin um lielming þcirra tekna, sem umfram eru. Ákvæðum
um fjölskyldubætur var breytt þannig, að í stað þess að greiða
fjölskyldubætur með öllum börnum yngri en 16 ára, skal nú ekki
greiða fjölskyldubætur með fyrsta barni í fjölskyldu, nema brúttó-
tekjur framfæranda séu lægri en 700 þús. kr. á ári eða börn i fjöl-
skyldu séu 5 eða fleiri undir 16 ára aldri. Ársuppliæð fjölskyldubóta
með barni hélzt óbreytt, 15 000 kr. Breytingar þessar komu til fram-
kvæmda 1. júlí.
Júlí.
Alþingi samþykkti á fundi sínum á Þingvöllum liinn 28. júlí að verja
1 000 m.kr. til landgræðslu á næstu tíu árum.
September.
Alþingi samþykkti þrenn lög um hækkun óbeinna skatta.
1) Hækkun söluskatts um 2 stig frá 1. október; söluskattur verður
því samtals 19%, þ. e. 13% almennur söluskattur, 4% söluskatts-
auki samkvæmt lögum nr. 10 í marz 1974 um skattkerfisbreytingu,
auk 1% viðlagagjalds og 1% olíugjalds. Tekjuaulci ríkissjóðs af
söluskattshækkuninni var áætlaður 1 800 m.kr. á heilu ári.
2) Hækkun benzíngjalds úr 9.87 kr. í 16 kr. pr. lítra frá 9. september.
Þungaskattur af dieselbifreiðum hækkar blutfallslega, en jafn-
framt var þungaskattur af benzínbifreiðum felldur niður frá og
með 1. janúar 1975. Tekjuauki Vegasjóðs áætlaður 700 m.kr. á
heilu ári.
3) Hækkun verðjöfnunargjalds af raforku um 380 m.kr. á heilu ári.
Verðjöfnunargjald verður nú 13% af seldri raforku í smásölu,
en var áður ákveðið árlega sem ein upphæð (70 m.kr.), er jafnað
var niður á lieildsölustigi á raforkuseljendur.
Niðurgreiðslur lækkaðar frá 23. september um 500 m.kr. á heilu ári.
Hinn 24. september voru sett bráðabirgðalög um launajöfnunarbæt-
ur, bætur almannatrygginga og verðlagsmál, þar sem m. a. er kveðið á