Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 105
103
in ár. Hefur ráðstöfunarfé sjóðanna aukizt úr 1170 m.kr. 1971 í 4 150
m. kr. 1974 (samkvæmt bráðabirgðatölum), en þessi aukning hefur að
talsverðu leyti stafað af stækkun lífeyrissjóðakerfisins og vexti nýrra
lífeyrissjóða, einkum lífeyrissjóða verkalýðsfélaga og bænda, sem
settir voru á stofn í byrjun þessa áratugs. Ný útlán og skuldabréfa-
kaup sjóðanna hafa til jafnaðar aukizt um rúmlega 55% á ári sl. þrjú
ár og hefur aukningin bvert eitt þessara ára verið afarnærri meðal-
talinu. Langmestur hluti útlána lífeyrissjóða hefur á undangengn-
um árum farið til sjóðsfélaga, en á þessu er að verða nokkur breyting,
og sl. tvö ár liafa sjóðirnir ráðstafað verulegum hluta heildarláns-
fjár til annarra þarfa, eða um fimmtungi 1973 og um fjórðungi 1974.
Samkvæmt bráðabirgðatölum námu útlán og skuldabréfakaup líf-
eyrissjóðanna alls 3 700 m.kr.1974, samanborið við um 2 400 m.kr. 1973,
en þar af er talið að lánveitingar til sjóðsfélaga hafi numið 2 655 m.kr.,
samanborið við 1 843 m.kr. 1973. Af ráðstöfun annarrj en til sjóðs-
félaga 1974 má nefna kaup sjóðanna á verðtryggðum skuldabréfum
Byggingarsjóðs ríkisins og Framkvæmdasjóðs fyrir um 600 m. kr.,
samanborið við nær 230 m.kr. 1973, en önnur lán til fjárfestingar-
lánasjóða námu um 240 m. kr. 1974. Á árinu 1974 voru 94 lífeyris-
sjóðir starfandi í landinu, og eru heildareignir þeirra í árslok taldar
hafa numið um 13.5 miljörðum króna. Á sama tíma voru heildareignir
fjárfestingarlánasjóða taldar liafa numið um 30.6 milljörðum króna
og eignir innlánsstofnana 65.2 milljörðum króna.
Lánamarkaðurinn í heild.
Hrein útlán (þ. e. ný útlán að frádregnum afborgunum) fjárfestingar-
lánasjóða og lífeyrissjóða námu 6.1 milljarði króna 1973 og 7.8 milj-
örðum króna 1974 og jukust því um 29% milli ára. Hrein útlán banka-
kerfisins námu 9.2 milljörðum króna 1973, en jukust síðan um 131%
1974 og námu þá samtals um 21.3 milljörðum króna. Önnur innlend
lán námu tæpum 800 m. kr. 1973 og um 900 m. kr. 1974, og því námu
heildarútlán alls peningakerfisins um 16.1 milljarði króna 1973 og
um 30 milljörðum króna 1974 og jukust því um tæplega 87% milli
ára. Hrein notkun peningastofnana á erlendu lánsfé til endurlána
innanlands er talin með í ofangreindum tölum, en við þær bætist síð-
an bein erlend lánsfjárnotkun ríkis, sveitarfélaga og atvinnuvega,
sem nam 75 m. kr. nettó 1973 en 4.500 m. kr. 1974. Að meðtöldum bein-
um erlendum lánum mun hreint framboð lánsfjár í heild hafa aukizt
úr 16.2 milljörðum króna 1973 í 34.5 milljarða króna 1974 eða rúm-
lega tvöfaldazt.