Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 47
45
spærlingi. Þorskafli báta minnkaði úr 311 þús. tonnum 1972 í 301 þús.
tonn 1973, en hins vegar jókst togaraaflinn úr 75 þús. tonnum í 97 þús.
tonn, og gætti hér hvors tveggja, mun minni bátaafla á vetrarvertíð en
áður og sóknaraukningar togara vegna stækkunar flotans. Loðnu-
aflinn 1973 varð 442 þús. tonn samanborið við 277 þús. tonn 1972,
síldaraflinn nam 43 þús. tonnum og var heldur meiri en árið áður.
Rækjuafli jókst um 2 þús. tonn, en afli humars og hörpudisks dróst
saman. Þar sem meginhluti aflaaukningarinnar frá árinu 1972 til
ársins 1973 var loðna, og aflaverðmæti loðnu er mun minna en þorsks,
jókst verðmæti landaðs sjávarafla metið á föstu verðlagi talsvert
minna en aflatölurnar gætu bent til, eða um 7%. Þessi útkoma er
þó engu að síður afarhagstæð, einkum þegar þess er gætt, að árin
tvö á undan minnkaði verðmæti landaðs sjávarafla að raunverulegu
verðgildi um 6% hvort árið um sig og ennfremur, að fullvíst má telja,
að vegna áhrifa Vestmannaeyjagossins hafi aflaaukningin 1973 orðið
minni en ella, bæði á vetrarvertíð og loðnuvertíð.
Á sama hátt og verðmæti afla upp úr sjó minnkaði útflutnings-
framleiðsla sjávarafurða 1971 og 1972 um 6—7% hvort árið um
sig, fyrst og fremst vegna rýrnandi þorskafla. Hins vegar jókst sjávar-
afuröaframleiðslan á ný á árinu 1973, og nam aukningin tæplega
9%, m. v. fast verðlag. Framleiðsluaukningin stafaði að langmestu
leyti af aukningu loðnuafla, jafnframt því sem framleiðsla frystrar
loðnu jókst úr tæplega 5 þús. tonnum 1972 í rúmlega 17 þús. tonn
1973, en afurðaverðmæti frystrar loðnu er mun meira en þeirrar loðnu,
sem fer i bræðslu. Heildarframleiðsla bræðsluafurða jókst um 32%,
Útflutningsframleiðsla sjávarafurða 1972—1974.
Milljónir króna, f.o.b.-virði Breyting frá fyrra ári, %
Magn Verð
Bráðab. --------------------------------
1972 1973 1974 1973 1974 1973 1974
1. Nýr og ísaður fiskur .... 937 1 599 1 800 +10,5 -f-8,0 54,4 22,8
2. Frystiafurðir................ 6 870 9 376 11 900 +0,7 +1,5 37,5 28,8
3. Saltfiskur og skreið ........ 2 198 3 493 7 025 8,4 9,7 46,6 83,6
4. Bræðsluafurðir .............. 1 244 4 132 4 445 32,2 0,0 145,6 7,6
Þar af:
Loðnumjöl....................... 613 2 376 2 575 52,0 0,7 155,0 7,6
Loðnulýsi og karfalýsi ... 136 414 700 64,2 -f-0,6 84,4 70,0
Fiskmjöl ....................... 495 1 342 1 170 8,1 +1,3 150,8 +11,7
5. Aðrar sjávarafurðir ... 594 908 1 285 18,9 +6,0 28,5 50,6
6. Sjávarafurðir alls ... 7.77 11 843 19 508 26 455 +8 Öj 5M 3+6