Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 89
87
ist við þá óvissu, sem rikti á þessum tíma í efnahagsmálum innan-
lands, bæði vegna jarðeldsins, sem geisað hafði i Vestmannaeyjum
frá 23. janúar, og vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar verðlags og aukn-
ingar framleiðslukostnaðar af völdum launahækkana og mikillar
hækkunar innflutningsverðs. Þótt nokkur hækkun væri þegar um
þetta leyti orðin á freðfiskafurðum á Bandaríkjamarkaði umfram
fyrri spár, þótti ekki annað fært, með tilliti til allra aðstæðna, en
að gengi krónunnar fylgdi gengi dollars. Þessi gengisbreyting kom
til framkvæmda 15. febrúar.
Gengislækkun dollars í febrúar 1973 reyndist ekki nægja til að
evða spákaupmennsku og vantrausti á stöðu hans á alþjóðagjald-
eyrismarkaði. I marz skall á ný gengiskreppa, og voru helztu gjald-
eyrismarlcaðir heims lokaðir um 2—3 vikna skeið. Þegar gjaldeyris-
markaðir voru opnaðir á ný, var í reynd tekið upp lireyfanlegt (fljót-
andi) gengi á öllum helztu viðskiptamyntum. Gengi dollars lækk-
aði lítillega við þetta gagnvart Evrópumyntum, en ekki svo, að
nægileg rök væru að sinni talin til þess að breyta dollargengi krón-
unnar.
1 aprílbyrjun varð ljóst, að verulegar hækkanir höfðu orðið eða
voru fyrirsjáanlegar á öllum helztu útflutningsafurðum sjávarútvegs
umfram það, sem búizt var við, þegar ákvörðun var tekin um að
fylgja gengi dollars um miðjan febrúar. Þessar óvæntu verðhækk-
anir bættu afkomu sjávarútvegs og breyttu greiðslujafnaðarhorfum
ársins til hins betra. Á hinn bóginn var jafnframt ljóst, að verðbólga
heima fyrir var að magnast. Á sama tíma fór eftirspurn innanlands
vaxandi, ekki sízt á liúsnæðis- og byggingamarkaði, þar sem eldgos-
ið i Vestmannaeyjum jók á vanda, sem var ærinn fyrir. Einnig gætti
verulegrar þenslu i útlánum bankakerfisins.
Við þessar aðstæður var ákveðið að liækka gengi krónunnar um
6% hinn 30. apríl. Samtímis var ákveðið að grípa til hliðarráðstaf-
ana í formi 2—3% vaxtahækkunar og nokkuð aukinnar innlánsbind-
ingar, auk þess sem sett voru bráðabirgðalög um 2% niðurfærslu
verðlags strax í kjölfar gengishækkunarinnar.
í maí liélt gengi dollars á erlendum gjaldeyrismörkuðum enn áfram
að lækka, þannig að mikill hluti gengishækkunar krónunnar evddist.
Hinn 14. júni voru sett bráðabirgðalög, sem heimiluðu skráningu
gengis islenzku krónunnar ofan við hið leyfða 2(4 % frávik frá
stofngengi. Jafnframt var heimild þessari beitt samdægurs, og svar-
aði fyrsta skráning Bandaríkjadollars 15. júní til 2,2% hækkunar
krónunnar gagnvart dollar.
f júní og júlí var heimild þessari síðan beitt og markaðsgengi