Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 106
104
Fjármál ríkisins,
A árinu 1972 var fjárhagur ríkissjóðs nokkurn veginn í jafnvægi og
nam greiðsluafganguri) 117 m.kr. eða 0,7% af heildartekjum. Með
fjárlögum ársins 1973 var stefnt að svipaðri niðurstöðu, og nam
greiðsluafgangur á fjárlögum 324 m.kr. eða 1,5% af lieildartekjum.
Tekjur fjárlaga voru áætlaðar 21 970 m.kr. og gjöld 21 457 m.kr., og
námu tekjur umfram gjöld þannig 513 m.kr., en halli álánahreyfingum
var áætlaður 189 m.kr. Raunveruleg útkoma varð hins vegar önnur og
nam greiðsluhalli ríkissjóðs 301 m.kr. eða 1,3% af heildartekjum.
Bæði tekjur og gjöld fóru talsvert fram úr áætlun fjárlaga, en gjöldin
þó meira og urðu 1 031 m.kr. umfram tekjur. Innstreymi varð hins
vegar á lánahreyfingum, er nam 730 m. kr. Innheimtar tekjur ríkis-
sjóðs á árinu 1973 námu 24 046 m.kr. og var það 34,8% aukning frá
árinu áður. Verg þjóðarframleiðsla jókst á sama tíma um 39,4% að
verðmæti, þannig að ríkistekjur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
minnkuðu úr 28,9% 1972 í 26,0% 1973. Meginástæðan fyrir tekjum
ríkissjóðs umfram fjárlagaáætlun var meiri hækkun kauplags og
verðlags og þar með meiri velta og innflutningur en gert var ráð fyrir
við upphaf ársins. Tekjur af söluskatti og aðflutningsgjöldum fóru
því talsvert fram úr áætlun.
Eftir afgreiðslu fjárlaga voru teknar ýmsar ákvarðanir, sem fólu
í sér aukin útgjöld ríkissjóðs á árinu, aulc þess sem hækkandi kaup-
lag og verðlag hafði einnig áhrif á útgjöld ríkissjóðs. Af helztu
ákvörðunum má nefna aukningu niðurgreiðslna og fjölskyldubóta á
miðju ári, aukin framlög til fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna
og framlag til Viðlagasjóðs, auk þess sem útgjöld Vegagerðar sam-
kvæmt vegaáætlun voru meiri en í fjárlögum. Heildarútgjöld ríkis-
sjóðs á árinu 1973 námu 25 077 m.kr. og var aukning frá árinu áður
36,1%. Hlutur ríkisútgj alda i þjóðarframleiðslu minnkaði því úr
27,8% 1972 í 27,1% 1973. Sé útgjöldum ríkissjóðs skipt í kaup á vör-
um og þjónustu annars vegar og tilfærslur hins vegar, þá námu hin
fyrrtöldu, þ. e. neyzlu- og fjárfestingarútgjöld, 9 687 m.kr. eða 38,6%
allra ríkisútgjalda, en hin siðarnefndu 15 390 m.kr. eða 61,4% ríkis-
útgjalda. Árið áður var skiptingin 37,8% og 62,2%, þannig að hlut-
deild neyzlu- og fjárfestingarútgjalda jókst nokkuð á árinu 1973.
Þessi aukning stafar þó öll af því, að útgjöld vegna löggæzlu, sem rik-
ið tók við af sveitarfélögum 1972, voru ekki færð sem samneyzluút-
gjöld i ríkisreikningi fyrr en á árinu 1973. Kaup ríkisins á vörum og
1) Greiðslujöfnuður er hér skilgreindur sem stöðubreyting gagnvart Seðlabanka (hlaupa-
reikningur og skuldabréfalán) og hreyfing bankareikninga og sjóðs.