Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 131
129
Október.
Almennt fiskverö hækkað um 15% að meðaltali fyrir tímabilið
október—desember. Yiðmiðunarverð Verðjöfnunarsjóðs hækkað í
samræmi við spár um markaðsverð á tímabilinu.
1974.
Janúar.
Hinn 8. janúar ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins 11,5%
hækkun almenns fiskverðs. Viðmiðunarverð Vei’ðjöfnunarsjóðs í aðal-
atriðum hækkað til samræmis við spár um markaðsverð á tímabil-
inu.
Ákveðið nýtt verð á loðnu til frystingar og bræðslu. Áætluð hækkun
á loðnu til frystingar 92% að meðaltali og á loðnu til bræðslu 77%
að meðaltali. Verðjöfnunarákvörðun var þannig, að búizt var við
nokkurri innborgun í sjóðinn á vertíðinni, en viðmiðunarverð á mjöli
var sett $8,25 hver eining og á lýsi $372 hvert tonn. Ríkisstjórnin
ákvað að leggja nýtt 5% útflutningsgj ald á allar loðnuafurðir, sem
nota skyldi til þess að halda olíuverði til fiskiskipa óbreyttu frá
því, sem það var í október 1973.
Febrúar.
Hinn 28. febrúar ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins nýtt
lágmarksverð á loðnu til bræðslu frá 1. marz, og lækkaði verðið um
rúmlega 10% frá því, sem áður hafði verið ákveðið. Viðmiðunarverð
Verðjöfixunarsjóðs var óbreytt; hins vegar vorxx markaðshorfur tald-
ar þannig, að frekar væri von útgreiðslna en inngreiðslna.
Maí.
Bráðabirgðalögin um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verð-
bólgu, sem sett voru 21. maí, kváðu m. a. á um, að almennt fiskverð,
annað en verð á skarkola, humri og rækju, skyldi haldast til 31. ágúst
eins og það var ákveðið við upphaf ársins, enda tryggði ríkisstjórniix,
að verð á brennsluolíu til íslenzkra fiskiskipa, sem lönduðxx afla
sínum og tækju olíu hérlendis, héldist á þessu tímabili óbreytt frá
því, sem það var í nóvembermánuði 1973.
Viðmiðunarverð Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins á freðfiski og
saltfiski fyrir tímabilið júní-ágúst var ákveðið óbreytt frá fyrra tíma-
bili.
9