Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 99
97
greiðslna á árinu 1974. Minnst hækkun varð á húsnæðislið vísitöl-
unnar eða 28%, en þó var það tvöfalt meiri hækkun en árið á undan.
Peninga- og fjármagnsmarkaður.
Peningamál.
Þróun peningamála á árinu 1973 einkenndist af mikilii útlánaaukn-
ingu og peningaþenslu. Handbært fé, þ. e. peningamagn og sparifé,
jókst á árinu um 9 178 m.kr. eða um 35% samanborið við 17% aukn-
ingu 1972 og 19% aukningu 1971. Peningamagn í umferð, þ. e. seðlar
og mynt í umferð og veltiinnlán, jókst þó enn örar eða um 46%
samanborið við 18% aukningu 1972 og 17% aukningu 1971.
Meginorsök peningaþenslunnar á árinu 1973 var afarmikil útlána-
aukning bankakerfisins, en áhrifa gjaldeyriskaupa umfram gjald-
eyrissölu gætti óverulega, auk þess sem þau áhrif voru meira en unn-
in upp af nettóaukningu erlendra lána bankakerfisins til langs tíma.
Heildarútlán bankakerfisins jukust um 9842 m.kr. eða 38%% saman-
borið við 17% aukningu 1972. Útlán innlánsstofnana jukust um rúmar
7 700 m.kr. eða 33% samanborið við 20% aukningu 1972, og ein sér
olli útlánaaukning þessi meira en fjórum fimmtu heildaraukningar
handbærs fjár á árinu 1973. Útlán Seðlabankans til annarra en inn-
lánsstofnana jukust um 1 500 m.kr., eða sem nam rúmlega tvöföldun
þessara lána, en hér var einkum um að ræða aukna fjárþörf ríkis-
sjóðs og ríkisstofnana og fjárþörf Viðlagasjóðs. Endurlán erlends
iánsfjár árið 1973 ýttu einnig undir útlánaþensluna og í meira mæli
en árið áður, en hins vegar dró innstæðuaukning sjóða í vörzlu Seðla-
bankans — einkum Verðjöfnunarsjóðs — nokkuð úr útlánaþenslunni.
Aftur á móti minnkaði eigið fé bankakerfisins 1973, eftir að hafa farið
vaxandi nokkur undanfarin ár.
Þegar fyrri hluta ársins 1973 var talið óumflýj anlegt að leitast
við að hamla gegn hinni miklu og vaxandi peningaþenslu með að-
gerðum á sviði peningamála. Ljóst var, að peninga- og útlánaþenslan
hlaut að eiga nokkurn þátt í hinni miklu eftirspurn, sem ríkti eftir
vörum og þjónustu og ekki síður vinnuafli, og hafa þannig óbein áhrif
á vaxandi verðbólguþróun innanlands. Ásókn í hvers konar lánafyrir-
greiðslu virtist mikil og vaxandi og með vaxandi verðbólgu lilaut
að draga úr ávöxtun sparifjár og verðgildi fjármagns sjóða fara rýrn-
andi. Peningaaðgerðum þurfti því að beita til að liamla gegn verð-
bólgufjárfestingu og hvetja til aukins sparnaðar og stefna að auknu
jafnvægi fjárfestingar og innlends sparnaðar. 1 þessu skyni voru inn-
láns- og útlánavextir hækkaðir i aprillok um 2—3 stig almennt, en
vaxtahækkun var þó minni á afurðalánum. Til að vega á móti hinni
7