Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 130
128
Febrúar.
Yfirnefnd Verðlagsráðs ákvað 6. febrúar nýtt verð á loðnu til bræðslu.
Áætlað meðalskiptaverð varð kr. 1,86 á hvert kg, sem var 59%
hækkun frá síðustu vertíð. Verð þetta var siðan hækkað um kr. 0,15
að meðaltali vegna sérstakra ílutningsstyrkja, sem voru misháir
eftir fjarlægðinni frá fiskimiðum til löndunarstaða. Meðalhækkun
loðnuverðs frá síðustu vertíð varð því um 72%. Skiptaverð loðnu til
frystingar hækkaði einnig mikið frá siðustu vertið, eða úr kr. 4,00
í kr. 7,00 á hvert kg.
Viðmiðunarverð Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins á loðnumjöli var
hækkað verulega eða úr £1,25 í £1,68 á hverja einingu eggjahvítuefnis,
og úr £75,00 i £85,00 á livert tonn loðnulýsis. Jafnframt var greiðslu-
hlutfallinu af mismun útflutningsverðs og viðmiðunarverðs breytt
í 38%.
Apríl.
Útflutningsgjald af sjávarafurðum var hækkað og skyldi hækkunin
gilda frá 1. janúar 1973. Gjald af saltfiski og helztu frystiafurðum
var hækkað úr 1 900 krónum í 3 000 og 3 400 krónur fyrir hvert tonn.
Gjald af fiskmjöli liækkað úr 6% í 7% af f. o. b.-verðmæti og gjald
af loðnumjöli og -lýsi hækkað úr 4% i 8%. Hlutur Tryggingasjóðs
fiskiskipa af útflutningsgjaldi aukinn úr 82% í 85%.
Á tímabilinu júli 1973 til desember 1975 skal leggja sérstakt útflutn-
ingsgjald á sjávarafurðir, 1% af f. o. b.-verðmæti, og renna tekjurn-
ar af gjaldi þessu til Fiskveiðasjóðs.
Júní.
Hinn 1. júni ákvað Verðlagsráð sjávarútvegsins nýtt almennt fiskverð
fyrir tímabilið 1. júní — 30. september. Nam hækkunin frá fyrri verð-
ákvörðun að meðaltali um 13%. Sama dag ákvað stjórn Verðjöfn-
unarsjóðs fiskiðnaðarins 17,7% hækkun á viðmiðunarverði freð-
fisks (dollarverði). Jafnframt var ákveðið, að viðmiðunarverð skyldi
miðast við viðskiptagengi krónu gagnvart dollar hinn 1. júní, þ. e.
1$=91,00 kr.
Hinn 26. júní var viðmiðunarverð fyrir óverkaðan saltfisk hælckað
um 10%. Viðmiðunarverð saltfisks var eftir sem áður skráð i islenzk-
um krónum.
Báðar viðmiðunarverðákvarðanirnar voru í aðalatriðum miðaðar við
ríkjandi markaðsverð í maílok.