Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 193
191
muna á næstu árum. Um stofnstærð er lítið vitað enn sem komið er,
en veiðiþol spærlingsstofnsins er til bráðabirgða áætlað 50—100 þús.
lestir.
Unnur Skúladóttir og Ingvar Hallgrímsson:
Rækjuaflinn árið 1975.
Rækjuveiðar eru stundaðar eingöngu innan fiskveiðilögsögunnar og
eru háðar sérstökum leyfum Sjávarútvegsráðuneytisins. Það hefur
lengi verið stefna okkar, sem fáumst við rækjurannsóknir, að reyna
að haga sókninni þannig á hverju svæði, að sem mestur afrakstur
fáist af rækjustofninum þar og er þá átt við mesta afrakstur, sem
stofninn getur gefið af sér ár eftir ár. Þetta verður hér eftir nefnt
varanlegur hámarksafli. Hér verður því elcki spáð um þann afla, sem
fengist gæti, heldur þann afla, sem borgar sig að taka (sjá töflu).
Nú er álitið, að rækjan sé að miklu leyti staðbundin eftir að lirfu-
stiginu sleppir, þannig að ungrækjan í Arnarfirði verði þar til ævi-
loka, enda þótt innan fjarðarins sé hins vegar vitað um smágöngur.
Það eru einkum eftirtalin atriði, sem styðja þessa tilgátu.
1. Mismunandi vöxtur á hinum ýmsu svæðum.
2. Mismunandi árgangaskipun á svæðunum.
3. Sami sterki árgangurinn virðist koma fram ár eftir ár á sama
svæðinu, en ekki á öðrum svæðum.
Þannig virðast vera til margir stofnhlutar við landið. Flest svæðin
eru það nýfundin, að erfitt er að geta sér til um veiðiþol eða varan-
legan hámarksafla stofnhlutanna þar. Spá fyrir slík svæði er því
óáreiðanleg. Það er einkum um elstu svæðin, eða Arnarfjörð og ísa-
fjarðardjúp, sem unnt er að spá með nokkurri vissu, en þó með þeim
fyrirvara, að engar breytingar eigi sér stað, svo sem upptaka flokk-
unar á lifandi rækju, möskvastærðaraukning, aukin útbreiðsla veiði-
svæða, svo að eitthvað sé nefnt. Þess má geta hér, að haustið 1973
var möskvi víkkaður úr 32 í 35 mm á Arnarfirði og ísafjarðardjúpi
og er ekki enn komið fram, hver árangur verður af því.
Vert er og að talca það fram, að heildaraflatölur frá einstökum
verstöðvum hafa ekki fengist frá Fiskifélagi Islands síðan árið 1971
og eru þess vegna hvergi fengnar endanlegar tölur árin 1972 og 1973
nema í ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Þetta kemur sérstaklega niður
á Eldeyjarsvæðinu.