Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 20
18
Áætlaðar magnbreytingar þjóðarframleiðslunnar eftir atvinnugreinum
1974—1975.
Bráðab.
1974
o/
/o
Spá
1975
o/
/o
Landbúnaður .................................. 3,5 4-3
Sjávarútvegur................................. 1 2
Iðnaður ...................................... 3,5 -43
Byggingarstarfsemi ........................... 6 4-1
Opinber þjónusta ............................. 6 0
íbúðanot ..................................... 3 2
Aðrar greinar ................................ 4 4-7
Alls 3,8 4-3
Verg þjóðarframleiðsla, metin frá ráðstöfunarhlið . 3,2 4-3,5
Umsvif í byggingarstarfsemi eru talin verða svipuð eða heldur
minni í ár en á sl. ári, en mikil þensla hefur verið í hyggingariðnaði
undanfarin ár. Opinber þjónusta verður væntanlega svipuð og á sl.
ári, en gert er ráð fyrir talsverðum samdrætti í öðrum greinum. Er
þar fyrst og fremst átt við verzlunargreinar, samgöngur og einkaþjón-
ustu hvers konar, sem að langmestu leyti eru háðar innlendri eftir-
spurn. í heild er gert ráð fyrir, að umsvif í þessum greinum kunni að
dragast saman í ár um 7% frá fyrra ári. Að öllu samanlögðu benda
þær grófu vísbendingar og spár, sem hér liafa verið raktar, til um
34% samdráttar heildarframleiðslu allra greina á árinu 1975.
Neyzla.
Einkaneyzla. Á árinu 1974 jókst einkaneyzla um 74% að raunveru-
legu verðgildi meðan raunverulegar þjóðartekjur stóðu í stað frá ár-
inu á undan. Á þessu ári er liins vegar spáð mikilli magnminnkun
einkaneyzlu eða sem nemur um 12% samanhorið við 8% minnkun
þjóðartekna í lieild að því ætlað er. Sýnt er, að af einstökum þáttum
þjóðarútgjalda muni einkaneyzla minnka langmest, og samkvæmt
spánni veldur samdráttur hennar tveimur þriðju hlutum af magn-
minnkun heildarútgjalda þjóðarinnar, sem talin eru munu dragast
saman um 10% að raunverulegu verðgildi. Þessi spá um þróun einka-
neyzlu er mjög í liátt við spár fyrr á árinu, en þær voru einkum
reistar á vitneskju um breytingar rauntekna fyrstu mánuði ársins.
Nú eru horfur á, að kaupmáttur ráðstöfunartekna — eins og hann
er metinn á mælikvarða verðbreytinga einkaneyzlu — minnki um