Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 80
78
ig taldar liafa aukizt um 8% aS raunverulegu verSgildi. Samtals er
útflutningur vöru og þjónustu því talinn hafa numið rúmum 48
milljörðum króna samanborið við 41.5 milljarða króna 1973 á sam-
bærilegu gengi. Sé raunveruleg breyting útflutnings vöru og þjón-
ustu frá árinu 1973 til ársins 1974 reiknuö miðað við fast verðlag
ársins 1973, þ. e. með því að reikna frá verðbreytingar milli áranna,
kemur fram um 1%% magnminnkun heildarútflutningsins. Þessi
niðurstaða, sem sýnd er í meðfylgjandi töflu um útflutningsfram-
leiðslu og útflutning, er hins vegar ekki sambærileg við þær breyt-
ingar, sem fram koma i töflunni hér að framan um þjóðarfram-
leiðslu og verðmætaráðstöfun, en þær eru miðaðar við fast verðlag
ársins 1969. Sá mismunur sem hér um ræðir, á rætur sínar að rekja
til áætlana um mismiklar verðbreytingar vöru og þjónustu og upp-
safnaðra áhrifa áætlana um lægri verðbreytingar í þjónustuviðskipt-
um en í vöruútflutningi frá grunnárinu 1969. Ljóst er, að áætlanir
þessar eru mjög óvissar, og því gefa þeir reikningar, sem miðaðir
eru við verðlag ársins næsta á undan því, sem um er að ræða, betri
vísbendingu um raunverulega þróun útflutningsverðmætis en hinir,
sem miðaðir eru við fjarlægara grunnár.
Innflutningur.
Árið 1973 nam f. o. b.-verðmæti heildarvöruinnflutningsins 29180
m.kr. samanborið við 18 775 m.kr. árið áður. Heildarvöruinnflutning-
urinn 1973 jókst þannig um rúmlega 55% að verðmæti frá fyrra
ári, en hafði 1972 aukizt um 714%. Hinn svonefndi sérstaki inn-
flutningur (slcip, flugvélar, ísal, Landsvirkjun, Yiðlagasjóður) nam
6 980 m.kr. 1973 samanborið við 2810 m.lcr. 1972 og 3 910 m.kr. 1971.
Almennur vöruinnflutningur — þ. e. heildarvöruinnflutningur að
frádregnum hinum sérstaka innflutningi, nam 22 200 m.kr. 1973 sam-
anborið við 15 965 m.kr. 1972 og 13 610 m.kr. 1971.
Hin mikla aukning sérstaka vöruinnflutningsins á árinu 1973 stafaði
einkum af óvenjumiklum innflutningi fiskiskipa, mikilli aukningu
rekstrarvöruinnflutnings ísal og innflutningi Viðlagasjóðshúsa. Inn-
flutningur skipa — einkum skuttogara — nam 3 860 m.kr., sem var
meira en þrefalt innflutningsverðmæti skipa árið áður. Innflutningur
fjárfestingarvara til Landsvirkjunar og til Isal 1973 var óverulegur, en
innflutningur rekstrarvöru til ísal jókst afarmikið i kjölfar stækk-
unar verksmiðjunnar, eða um tæplega 80% að magni og meira en
tvöfaldaðist að verðmæti. Innflutningur á vegum Viðlagasjóðs nam
um 810 m.kr., og var hér einkum um að ræða tilbúin hús frá Norður-
löndum.