Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 55
53
framleiðsla nautgripaafurða jókst nokkru meira eða um 2%, saman-
borið við 3% aukningu 1972 og tæplega 7% aukningu 1971, en þessi ár
hefur m. a. verið um talsverða bústofnsaukningu að ræða. Framleiðsla
sauðfjárafurða jókst um 5*4% 1973, en það var nokkru minni aukning
en árin tvö á undan, um 9j4% 1972 og um 8Y2% 1971, en aukning
sauðfjárafurðaframleiðslunnar þessi þrjú ár liefur að talsverðu leyti
verið fólgin í verulegri fjölgun fjár. Framleiðsla annarra búfjáraf-
urða jókst um 8j4% á árinu 1973, m. a. vegna aukningar i minnkarækt
og mikils hrossaútflutnings. Annað árið i röð áraði illa fyrir upp-
skeru jarðávaxta, og brást kartöfluuppskeran sunnanlands að veru-
legu leyti. Heildarframleiðsla afurða garðyrkju og gróðurhúsa dróst
því saman um 3% 1973, en hafði minnkað 1972 um 22% frá hinni
miklu uppskeru, sem fékkst á árinu 1971.
Árið 1974 reyndist landbúnaðinum hagstætt. Landbúnaðarfram-
leiðslan jókst um svipað hluífall og árið áður. Siðari hluti vetrar var
mjög mildur, einmunatíð var á vori og jörð grænkaði óvenjusnemma,
en tún reyndust sums staðar nokkuð kalin. Matjurtir komust snemma
í jörð og sláttur hófst víða fyrr en í meðalári. Góð heyskapartið
var um mestallt land og urðu hey mikil að vöxtum, þó lieldur minni
en árin tvö á undan, en þá varð heyfengur með afbrigðum mikill,
einkum árið 1972. Nýting heyja varð með bezta móti og fóðurgildi
töðu mikið og ekki lakara en árið áður. Heldur dró úr áburðarnotkun
á árinu 1974, en áburðarnotkun hefur aukizt verulega á undanförn-
um árum, eða úr u. þ. b. 19 þús. tonnum hreinna áburðarefna á
árinu 1965 í u. þ. b. 26.5 þús. tonn 1974. Áburðarnotkun hafði aukizt
um 41/2% 1973, en samdrátturinn 1974 nam um 1%%, og hefur
vafalaust ráðizt af mikilli verðhækkun áburðar, en meðalverð á
áburði var um 42% hærra 1974 en árið áður.
Heildarframleiðsla landbúnaðarafurða er talin hafa aukizt um
3]/2% á árinu 1974. Framleiðsla mjólkurafurða jókst um rúmlega 2%,
en önnur framleiðsla nautgripaafurða er talin liafa aukizt um heldur
lægra hlutfall. Sauðfjárafurðaframleiðslan er talin hafa aukizt um
3% á árinu 1974, og er það mun minni vöxtur en árin 1971—1973.
Mun fleira fé var slátrað 1974 en árið áður og fleira en nokkru
sinni, en hins vegar var fallþungi dilka minni en á árinu 1973, eink-
um vegna rysjóttrar tíðar á hausti. Reyndist meðalfall dilka um
14,30 kg, um 4% minna en árið áður. Heildarframleiðsla annarra
búfjárafurða 1974 er talin hafa orðið svipuð að vöxtum og 1973, en
liér er um framleiðslu margra sundurleitra og tiltölulega veigalitilla
greina að ræða, sem oft eru háðar talsverðum sveiflum. Kartöflu-
uppskera varð afarmikil að vöxtum á sl. ári og a. m. k. þrefalt meiri