Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 63
61
mynta 1972—1973 hafa sennilega valdið útflutningsiðnaðinum nokkr-
um erfiðleikum. Gengi íslenzku krónunnar breyttist óverulega að
meðaltali á árinu 1972, en á því ári fór Bandaríkjadollar hins vegar
lækkandi gagnvart Evrópumyntum. Þar sem mikiö af útflutningsvið-
skiptum iðnaðarins hafa farið fram í dollurum, en innflutningsvið-
skipti liafa e. t. v. fremur verið hundin Evrópumyntum, hafa þessar
breytingar að líkindum verið iðnaðinum fremur óhagstæðar. MeÖal-
gengi krónunnar lækkaði að vísu nokkuð 1973 vegna gengislækkana
við upphaf ársins, en gengishækkunin frá apríl til loka ársins var
útfíutningsiðnaðinum í óhag, þar sem hann naut ekki verðhækkana
á afurðum sínum á sama hátt og sjávarútvegur.
Eins og fyrr segir hefur afkoma þeirra greina almenns iðnaðar,
sem framleiða fyrir innlendan markað, verið mun betri en útflutnings-
greina sl. 3—4 ár, bæði hvað snertir vörugreinar og viðgerðargreinar
iðnaðarins. í vörugreinum er vergur hagnaður fyrir beina skatta
talinn hafa numið 6,5% af vergum tekjum árið 1972 og 7,3% 1973.
Afkomuhlutfall viðgerðargreina er talið hafa orðið 5,5% 1972 og 6,0%
1973. HeimamarkaÖsiðnaður hefur þó orðið að bera svipaðar lcostnað-
arhækkanir og útflutningsiðnaðurinn undangengin ár. Með tollvernd
og að vissu marki fjarlægðarvernd iðnaðarframleiðslunnar hefur hin
milda eftirspurn eftir íslenzkum iðnaðarvörum, sem ríkt hefur inn-
anlands sl. tvö ár, valdið því, að vöruframleiðslugreinarnar hafa
getað látið vaxandi framleiðslukostnað koma fram í hækkun vöru-
verðs. Vaxandi rekstrarkostnaður viðgerðargreina hefur komið fram
í verði útseldrar vinnu, sem undanfarin tvö ár hefur hækkað til jafns
við laun og launatengd gjöld, jafnframt því sem verðbreytingar að-
fanga hafa komið fram í verðlagi.
Athuganir á afkomu iðnaðarins árið 1974 eru enn ekki komnar
svo vel á veg, að hægt sé að segja með vissu, hverjar breytingar hafa
orðið frá árinu 1973. Ljóst er þó, að afkoma vörugreina heimamark-
aðsins hefur versnað á árinu 1974. Samkvæmt lauslegum framreikn-
ingi til ársmeðaltals 1974, þar sem undanskildar voru greinarnar,
fiskiðnaður, slátrun og kjötiðnaður og mjólkuriðnaður, sýnist vergur
hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum hafa numið
rúmlega 6% samanborið við 7,3% árið 1973. Lauslegar hugmyndir við
rekstrarskilyrði í maímánuði 1975 benda til, að afkoman iiafi held-
ur versnað frá því, sem hún var að meðaltali 1974. Á síðastliðnu
ári urðu mjög örar hækkanir á innflutningsverðlagi hráefna til iðn-
aðar. Talið er, að meðalverðhækkun liráefna til iðnaðar frá ársmeðal-
tali 1973 til ársmeðaltals 1974 hafi numið um 40% í íslenzkum krón-
um, og þá hefur verið tekið tillit til tollalækkana þeirra, sem áttu