Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 79
77
um 13 þús. tonnum í árslok. Útflutningsverðmæti áls nam tæpum
4 790 m.kr., og liafði aukizt um tæplega 8% frá árinu 1973. Álverð
hækkaði liins vegar um tæplega 37% að meðaltali á árinu, og að
magni varð álútflutningurinn 1974 um 21% minni en árið áður.
Kisilgúrframleiðslan 1974 nam 24.7 þús. tonnnm samanborið við
22.1 þús. tonn 1973. Útflutningur kísilgúrs varð heldur minni en
framleiðslan og nam tæpum 330 m.kr. samanborið við 250 m.kr. 1973.
Útflutningur annarrar iðnaðarvöru jókst um 32% að verðmæti, en
metið á föstu verði ársins á undan minnkaði iðnaðarvöruútflutning-
urinn um 12% að magni 1974.
Sem fyrr segir jókst heildarmagn útflutningsframleiðslunnar, metið
á föstu verðlagi ársins 1973, um 1% á árinu 1974. Vegna birgðasöfn-
unar á árinu (og' reyndar nokkurrar birgðaminnkunnar árið áður)
minnkaði magn vöruútflutningsins 1974 um 5%% frá árinu áður.
Vegna verðhækkunar í íslenzkum krónum jólcst f. o. b.-verðmæti
vöruútflutnings hins vegar um 26% og nam 32 880 m.kr. samanborið
við tæplega 28 900 m.kr. 1973, sé útflutningsverðmæti þess árs um-
reiknað til meðalgengis 1974.
Eftir hina miklu útflutningsverðhækkun 1973 var útflutningsverð-
lag afarhátt við upphaf ársins 1974. Samkvæmt verðvísitölum útflutn-
ingsvöru var verðlagið á 1. ársfjórðungi 1974 um 15% hærra í er-
lendri mynt en á síðasta fjórðungi ársins 1973 og um 31% hærra
en að meðaltali árið 1973. Þegar á 2. ársfjórðungi hafði útflutnings-
verðlagið í heild liins vegar lækkað um 10% í erlcndri mynt, en
hélzt eftir það nokkuð stöðugt til ársloka. Að meðaltali reyndist
útflutningsverðlagið í heild 34% hærra í krónum 1974 en 1973, en
það svarar til 21% hælckunar í erlendri mynt samanborið við 31%%
hækkun 1973. Verð sjávarafurða hækkaði að meðaltali um svipað
hlutfall og útflutningurinn í heild, en hins vegar fór sjávarafurða-
verð lækkandi eftir þvi sem á árið leið. A 4. ársfjórðungi 1974 var
sjávarvöruverð að meðaltali um 19% lægra í erlendri mynt en á 1.
ársfjórðungi og um 8% lægra en að ársmeðaltali 1974. Af öðrum
útflutningsverðbreytingum má nefna, að verð útfluttra landbúnaðar-
afurða hækkaði aðeins um 8% að meðaltali 1974 í krónum talið og
lækkaði því noltkuð í erlendri mynt, verð á áli reyndist að meðaltali
1974 tæplega 37% hærra í krónum en árið á undan, en verðlag ann-
arrar iðnaðarvöru hækkaði nokkru meira eða um 43%% í krónum.
Þjónustutekjur eru áætlaðar hafa numið 15 200 m.kr. 1974, en það
er um 34% aukning að verðmæti frá árinu 1973. Verðhækkun þjón-
ustuútflutningsins er lauslega áætluð 24%, eða nokkru meiri en
meðalverðhækkun erlends gjaldmiðils, og eru þjónustutekjur þann-