Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 75
73
í Viðlagasjóðshúsum. Ófullgerðar íbúðir í smíðum i árslok 1974
voru 5119, en liafa aðeins tvivegis farið yfir 4 000 áður, eða 4 067
í árslok 1967 og 4 672 i árslok 1973.
Fjármunamyndun í byggingum og mannvirkjum hins opinbera nam
7 730 m.kr. árið 1973. Aukning frá fyrra ári nam aðeins 2%. Árið
1974 námu þessar framkvæmdir 12 860 m.kr. og jukust um 12% frá
fyrra ári.
Framkvæmdir við raforkuver námu 1 800 m.kr. árið 1973. Er hér
um að ræða 16% samdrátt frá fyrra ári. Mikil aukning varð í raf-
orkuframkvæmdum árið 1974 eða 46%, og nam framkvæmdafjár-
bæðin 3 700 m. lcr. Framkvæmdir Landsvirkjunar námu tæpum helm-
ingi raforkuframkvæmdanna árið 1974, og var bér einkum um að
ræða framkvæmdir við Sigölduvirkjun.
Fjármunamyndun í hita- og vatnsveitum árið 1973 nam 650 m.kr.,
og hafði dregist saman um 3% frá fyrra ári. Árið 1974 námu þessar
framkvæmdir 1150 m.kr. og jukust um 16%. Stafaði aukningin af
lagningu hitaveitu til nágrannabyggða Pieykj avikur.
Aukning samgönguframkvæmda árið 1973 var um 21%, og námu
þær 3 480 m.kr. það ár, en 5 160 m.kr. árið 1974, en þar af voru um
200 m.kr. verðbætur til verktaka Straumsvíkurhafnar samkvæmt
gerðardómi. Þessar 200 m.kr. auk vaxta voru greiddar á árinu 1974,
en framkvæmdirnar við Straumsvíkurliöfn voru unnar á árunum
1967—1969. Ef greiðslan vegna Straumsvíkurhafnar er undanskilin,
kemur fram 5% samdráttur i samgönguframkvæmdum árið 1974 mið-
að við árið áður.
Framkvæmdir við byggingar hins opinbera námu 1 800 m.kr. árið
1973 og drógust saman um 6% frá fyrra ári. Árið 1974 námu þessar
framkvæmdir 2 850 m.kr. og jukust um 4%.
Utanríkisviðskipti.
Útflutningur.
Árið 1973 nam f. o. b.-verðmæti vöruútflutningsins í heild 26 020 m.kr.
samanborið við 16 700 m.kr. 1972 og 13178 m.kr. 1971. Heildarverð-
mæti vöruútflutningsins jókst því um 56% 1973 og hafði þá nálega
tvöfaldazt frá árinu 1971. Aukning útflutningsins 1973 átti að veru-
legu leyti rætur að rekja til mikillar verðhækkunar útflutningsafurða,
en jafnframt jókst útflutningsframleiðslan mikið. Útflutningsverðlag
liækkaði að meðaltali um 43% frá árinu 1972, en heildarmagn fram-
leiðslu til útflutnings jókst um 16% frá fyrra ári.
Útflutningsframleiðsla sjávarafurða jókst um tæplega 9% 1973,
en hafði dregizt saman um 5—6% hvort árið um sig, 1971 og 1972.