Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 21
19
15% í ár eða heldur meira en einkaneyzla, en þetta felur i sér, að
búizt er við, að hlutfall sparnaðar af ráðstöfunartekjum lækki á
árinu, en það hefur ekki gerzt frá því á árinu 1969.
Upplýsingar um útgjöld til einkaneyzlu í ár, sem fengnar eru úr
söluskattskýrslum verzlunar- og þjónustufyrirtækja, ásamt beinni
vitneskju um meiriháttar útgjaldaliði, gefa til kynna, að einkaneyzla
hafi minnkað að magni um ÍO1/^—11% á fyrra helmingi þessa árs
samanborið við fyrra árshelming 1974. Þessi vitneskja kemur vel
heim við spána um 12% samdrátt á árinu öllu þar sem gera má ráð
fyrir, að aðlögun útgjalda að rýrnun rauntekna komi fram með
nokkurri töf. Vísbendingarnar um útgjaldabreytingar fyrri hluta árs-
ins gætu eigi að síður bent til þess, að sá samdráttur einkaneyzlunn-
ar, sem spáð er fyrir árið allt, sé fremur ofmetinn en vanmetinn.
Að undanteknum liúsnæðiskostnaði munu allir þættir einkaneyzlu-
útgjalda dragast saman í magni á þessu ári að því ætlað er. Inn-
flutningur neyzluvöru fyrstu þrjá fjórðunga þessa árs reyndist að
likindum 18—20% minni að magni en á sama tima í fyrra, en þar
af minnkaði bílainnflutningur um nálægt þrjá fjórðu. Sýnt er, að af
öllum þáttum einkaneyzluútgjalda munu útgjöld til innfluttrar neyzlu-
vöru dragast langmest saman. Hér verður þó að hafa í huga liinn
geysimikla innflutning nú síðustu árin, en vöxtur lians liefur verið
talsvert yfir meðalvexti einkaneyzlunnar í heild.
Spáin um verðbreytingar neyzlunnar á þessu ári er einkum reist á
vitneskju um verðþróun ýmissa útgjaldaþátta vöru og þjónustu í
framfærsluvísitölu, eins og áætlað er, að þeir komi fram sem útgjöld
til einkaneyzlu. Spáð er um 47% heildarverðhækkun einkaneyzlu,
og er þetta heldur minni verðbrevting en reiknað er með að vísitala
vöru og þjónustu sýni að meðaltali á árinu.
Samneyzla. Undangengin fimm ár hefur samneyzla aukizt stöðugt að
raunverulegu verðgildi um 6% á ári. I ár er hins vegar húizt við, að
raungildi samneyzlnútgjalda verði óbreytt frá fyrra ári. Tölur um
þróun samneyzluútgjalda fyrstu átta mánuði þessa árs virðast raun-
ar benda til smávægilegrar aukningar fremur en til óbreytts út-
gjaldamagns, en búast má við, að þetta snúist til gagnstæðrar áttar
á síðasta fjórðungi ársins, vegna tímasetningar afturverkandi launa-
hækkana bæði árin 1974 og 1975.
Fjármunamyndun.
Áætlað er, að fjármunamyndunin í heild á þessu ári verði um 3%
minni að raunverulegu verðgildi en á árinu 1974. Er þetta heldur