Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 97
95
Verðlag vöru, þjónustu og húsnæðis í vísitölu framfærslukostnaðar
1972—1974.
12 mánaða hækkun Áhrif á heildarhækkun
Nóv. 1972 —nóv. 1973 0/ /o Nóv. 1973 —nóv. 1974 o/ /o Nóv. 1972 —nóv. 1973 o/ /o Nóv. 1973 —nóv. 1974 o/ /o
Innlendar landbúnaðarvörur . . . 45,4 34,7 6,9 5,9
Fiskur og fiskafurðir 33,8 47,9 1,1 1,5
Aðrar innlendar neyzluvörur . . . 30,7 53,5 5,5 9,6
Innfluttar neyzluvörur 25,6 54,4 8,3 17,1
(án áfengis og tóbaks) (25,9) (56,4) (7,2) (15,1)
Þjónusta 25,4 59,7 4,8 11,0
Samtals vörur og þjónusta 30,4 51,1 26,6 45,1
Húsnæði 14,1 27,7 1,8 3,2
Samtals 28,4 48,3 28,4 48,3
Árið 1974 var verðhækkun frá f'yrra ári meiri en nokkurt annað ár
frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Vísitala vöru og þjónustu hækkaði
að meðaltali um 42,2% frá 1973 til 1974 og vísitala framfærslukostn-
aðar um 43%. Frá árinu 1914 hefur verðhækkun milli ára orðið mest
árið 1917, en þá var vísitala vöru og þjónustu að meðaltali 64% liærri
en árið áður. I ársbyrjun 1974 var verðlag þegar um 14% hærra en að
meðaltali árið 1973 og á fyrri hluta árs 1974 fór verðbólga mjög vax-
andi. Hækkun olíuverðs í árslok 1973 var komin fram að fullu í inn-
kaupsverði og útsöluverði á benzíni og olíu á miðju ári 1974, auk þess
sem þá tók að gæta óbeinna áhrifa olíuverðhækkunarinnar með verð-
hækkunum á vöru, þar sem olía er mikilvægur hluti aðfanga. Þá fór
verð á flestum öðrum innfluttum vörum einnig hækkandi. Á sama
tíma olli launahækkunin samkvæmt kjarasamningunum í febrúar og
marz verulegum verðhækkunum. Allt þetta varð til þess, að á tímabil-
inu 1. fehrúar til 1. maí 1974 hækkaði vísitala framfærslukostnaðar
um 19,1%, sem er mesta hækkun vísitölunnar á jafnskömmum tíma
á seinni árum.
Þegar Ijóst var, að í kjölfar þessara verðhækkana myndi fylgja a.
m. k. 13% vísitöluhækkun launa 1. júní skv. kjarasamningum og þar
með óhjákvæmilega frekari víxlgangur verðlags og launa með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum, gripu stjórnvöld til þess ráðs, að rjúfa
um tíma víxltengsl launa og verðlags með bráðahirgðalögum, eins og
áður hefur verið rakið. Jafnframt voru niðurgreiðslur búvöruverðs
auknar mjög verulega. Þetta varð til þess, að vísitala framfærslu-